Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 22

Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI EINKAVÆÐING Á FJARSKIPTA- OG FJÁRMÁLAM ARKAÐI Tillögur einkavæöingarhóps Verslunarráðs Islands • Af hveiju á að einkavæða? • Hvað tefur einkavæðingu Landssímans og bankanna? • Hversu stóra hluti á að selja? • Er markaðurinn tilbúinn til að taka við þessum rekstri? • Hveijir koma til með að kaupa? FRAMSOGUMENN: Sigriður Ásthildur Andersen, lögfræðingur Verslunarráðs íslands gerir grein fyrir skýrslu vinnuhópsins Sævar Helgason, framkvæmdastjóri íslenskra verðbréfa hf. Kári Amór Kárason, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóös Norðurlands Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.500,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku iyrirfram í síma 510 7100 eða bréfasíma 568 6564 eöa með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Uppskeruhátíð og ljóðaganga ÁRLEG uppskeruhátíð Listasum- ars á Akureyri, sem að þessu sinni ber yfirskriftina „Slett úr klaufun- um“, verður haldin í Deiglunni í kvöld, laugardagskvöldið 14. októ- ber. Hátíðin hefst kl. 22 með því að Þórgnýr Dýrfjörð býður gesti vel- komna. Meðal þeirra sem skemmta eru kvennabandið Röremaskinen, Norð- anpiltar og Helgi og hljóðfæraleik- aramir. Aðgangseyrir er eitthvað gott í kroppinn, eins og segir í fréttatilkynningu frá Gilfélaginu, þ.e. æskilegt er en þó ekki nauðsyn að gestir leggir eitthvað til á nið- nætursnakkborðið. Boðið verður upp á óvæntan glaðning í upphafi. Þá stendur Gilfélagið fyrir ljóða- göngu í Kjai-naskógi í dag, laugar- dag. Mæting er á efra bílastæðið í Kjamaskógi kl. 14. Gengið verður um skóginn undir leiðsögn Aðal- steins Svans Sigfússonar en áð á nokkrum fegurstu stöðum skógar- ins, þar sem fram fer ljóðalestur. Ráðgert er að dvelja í skóginum í um eina og hálfa klukkustund en Gilfélagið mælir með hlýjum fötum og malpoka. Allir era velkomnir. FASTEIGNASALAN BYGGÐ Viðskiptatækifæri Til sölu fyrirtæki í fullum rekstri í verslun og þjónustu í eigin húsnæði ffi FanteigHsalaS Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignasölunnar Byggðar, Strandgötu 29 PAXTKllíXANALAX Strandgötu 29 símar 462 1744 og 462 1820 Morgunblaðið/Kristján Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdasljóri titgerðarfélags Akureyr- inga hf., og Guðrún M. Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri, handsala samninginn sem felur í sér að IJA greiðir Minjasafn- inu eina milljón króna vegna uppsetningar sýningarinnar „Akureyri - bærinn við Pollinn". * UA styrkir Minjasafnið ÚTGERÐARFELAG Akureyringa hf. (ÚA) og Minjasafnið á Akureyri hafa gert með sér samning sem felur í sér að ÚA verður einn kostunarað- ila sýningarinnar „Akureyri - bær- inn við Pollinn", sem opnuð var í safninu á liðnu sumri. Upphæðin sem ÚA greiðir vegna þessa nemur einni milljón króna. Á sýningunni er saga Akureyrar rakin frá árinu 1602 og fram á þennan dag. Styrkurinn frá UA verður m.a. notaður til að kosta uppsetningu „sjávarútvegsdeildar" sýningarinn- ar þar sem fjallað er um mikilvægi sjávarafla fyrir afkomu bæjarbúa fyrr og síðar. Sýningin er enda- punkturinn á þeirri miklu endurnýj- un sem farið hefur fram á sýningum safnsins undanfarin misseri og er ætlunin að hún standi uppi í safninu í u.þ.b. fimm ár. Framundan eru smærri sýningar á nokkmm öðmm stöðum í héraðinu sem safnið mun vinna að á næstu ár- um, svo sem í Hrísey, á Grenivik og í Laufási. Enn má nefna að Jón Ara- þórsson hefur verið ráðinn tíma- bundið til að kanna atvinnulífsminj- ar sem varðveist hafa í ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Mark- miðið er að sett verði upp vegleg sýning um atvinnulíf á 20. öldinni. Starfsfólk Minjasafnsins er afar ánægt með styrkinn, bæði koma peningarnir sér vel fyrir rekstur safnsins en ekki síst þykir því vænt um þá viðurkenningu sem í honum felst. í frétt um styrkveitinguna seg- ir að með fjárframlagi sínu sýni Út- gerðarfélag Akureyringa í verki skilning sinn á mikilvægi þess að varðveita sögulegar minjar. Minjasafnið mun bjóða starfsfólki ÚA að skoða safnið á næstunni og þess vænst að sem flestir nýti sér boðið. Forsvarsmenn ÚA segja það lengi hafa verið stefnu félagsins að styrkja menningar- og íþróttastarf í bænum og það hafi verið gert með ýmsum hætti, enda sé saga Akureyrar ná- tengd útgerðarsögu bæjarins og margir íbúar byggja afkomu sína á störfum tengdum sjávarútvegi. Það hafi því verið vel við hæfi að styrkja sýninguna ,Akureyri - bærinn við Pollinn" með þessum hætti. Morgunblaðið/Kristján Sturla Böðvarsson samgönguráðherra opnaði nýja brú yfir Fnjóská og nýjan Grenivíkurveg í g:cr en honum til aðstoðar var Helgi Haligrímsson vegamálastjóri. Nýr Grenivíkurvegur og ný brú yfír Fnjóská NÝR Grenivíkurvegur ásamt nýrri brú á Fnjóská hjá Laufási var tekinn í notkun síðdegis í gær, en það var Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sem klippti á borða og opnaði brúna og veginn þar með formlega að viðstöddu fjölmenni. Nýr kafli Grenivíkurvegar er 5,9 kilómetra langur og nær hann frá Fagrabæ að Syðri-Grund auk 0,5 kílómetra tengingar við Fnjóska- daisveg eystri. Áætlaður verktaka- kostnaður við vegagerðina var 100 milljónir króna. Samið var við lægst- Hádegisverðarfundur á Fosshóteli KEA, Akureyri Þriðjudaginn 17, október 2000, kl. 12:00 - 13:30 bjóðanda í verkið, Héraðsverk á Eg- ilsstöðum, sem bauð 60 milljónir króna í þetta verkefiú. Framkvæmd- ir hófust í byrjunjúní í fyrrasumar og lauk síðla í ágúst nú í ár. Lengsta bogabrú landsins Nýja brúin yfír Fnjóská er skammt frá Laufási, hún er stál- bogabrú með steyptri yfírbyggingu með 92 metra löngum boga úr stáli og steypu. Heildarlengd brúarinnar er 144 metrar og breidd akbrautar- innar er 7 metrar. Þetta er lengsta bogabrú landsins og leysir af hólmi gamla einbreiða brú yfir Fnjóská. Nýja brúin er nokkru norðar en sú gamla og með tilkomu hennar stytt- ist leiðin frá Akureyri til Grenivflcur um 2 kílómetra. Með þessari fram- kvæmd er lokið lagningu bundins slitiags til Grenivíkur. Áætlaður kostnaður við gerð brúarinnar var 153 milljónir króna. Arnarfell á Akureyri bauð lægst í verkið, 134 milljónir króna, og var tilboði þeirratekið. Framkvæmdir við smíði brúarinnar hófust í nóvem- ber í fyrra og lauk um miðjan ágúst nú síðasta sumar. Samgönguráðherra lýsti sérstakri ánægju sinni með hin nýju mann- virki og sagði að vel hefði tekist til. „Það er alltaf ánægjulegt að fá tæki- færi til að opna ný samgöngumann- virki, vegi og brýr, sem munu koma heimamönnum og gestum þeirra að góðum notum,“ sagði ráðherra. Guðný Sverrisdóttir sveitarsljóri var að vonum ánægð yfir himun nýju mannvirkjum og sagði af þeim mikla samgöngubót, einkum og sér í lagi myndi nýja brúin koma sér vel í vetur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.