Morgunblaðið - 14.10.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 14.10.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 33 Ljósmynd/San Gustafsson Hreinn Friðfinnsson tekur við viðurkenningu sinni úr hendi Riita Uosukainen, forseta finnska þingsins. Afhiúpar forsend- ur málverksins Carnegie-listverðlaunin fyrir árið 2000 voru afhent í Konsthallen í Helsinki á fímmtudagskvöld og hlaut Hreinn Frið- fínnsson önnur verðlaun. Fríða Björk Ingvarsdóttir var viðstödd athöfnina en verðlaunin afhentu þau Riita Uosukainen, forseti fínnska þjóðþingsins, og Lars Nittve, forstöðumaður hins nýja Tate Modern í Lundúnum. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem íslenskur myndlistarmaður hlýt- ur eftirsótt verðlaun á alþjóða- vettvangi og enn sjaldgæfara að það gerist tvisvar með stuttu millibili. Hreinn Friðfinnsson hlaut í vor Ars Fennica verðlaun- in, en þau eru ein markverðustu verðlaun á sviði myndlistar á Norðurlöndum, og síðastliðið fimmtudagskvöld voru honum einnig afhent önnur verðlaun Carnegie Art Award 2000 við há- tíðlega athöfn í Konsthallen í Helsinki. Verðlaunin, að upphæð 300.000 sænskar krónur, voru veitt Hreini fyrir þrjú verk sem að mati dómnefndar „afhjúpa á framúrskarandi máta þær grunn- hugmyndir sem liggja að baki málaralistar", en Carnegie verð- launin eiga að stuðla að viðgangi málaralistar á Norðurlöndum. Fyrstu verðlaun, að upphæð 500.000 sænskar krónur hlaut Mari Slaattelid frá Noregi, en þriðju verðlaun, 200.000 sænskar krónur, hlaut Petri Hytönen frá Finnlandi. í opnunarræðu sinni sagði Lars Bertmar, talsmaður Carn- egie fyrirtækisins, að „listin væri ákaflega mikilvæg, hún hefði ávallt verið og myndi ávallt vera“. Hann fór síðan nokkrum orðum um hlutverk Carnegie í því að miðla list frá einum manni til annars og þá ekki síst frá listamönnunum sjálfum til al- mennings en um 40.000 gestir sáu Carnegie sýningar undanfar- inna tveggja ára. Formaður dómnefndarinnar Lars Nittve, sem stýrir hinu nýja Tate sam- tímalistasafni í Lundúnum, talaði fyrir hönd nefndarinnar og sagði störf nefndarinnar hafa verið framúrskarandi og samstarfið við Carnegie fyrirtækið með miklum ágætum. Hann vék því næst orð- um sínum að mikilvægi verðlauna á borð við þessi fyrir listamenn sem margir hverjir væru iðulega í erfiðum aðstæðum miðað við aðra þjóðfélagshópa. Verðlaun af þessu tagi gerðu þeim kleift að vinna óhindrað að list sinni og því að skapa þann menningarauð sem yrði síðan sameign okkar allra og ekkert okkar vildi vera án. I umsögn sinni um Hrein Friðfinnsson sagði Nittve, að honum hefði tekist að nota „að- ferðir hugmyndalistarinnar og hið nákvæma könnunarferli vís- indanna þannig að það drægi fram hinar eiginlegu forsendur málaralistarinnar“. Samt sem áð- ur lægi sá mikli kraftur sem í verkum hans fælist ekki síst í hæfileika hans til að umbreyta þessum forsendum yfir í hreint myndmál, skáldlega upplifun og reynslu málaralistarinnar. Carnegie efnir til sýningar á verkum þeirra listamanna sem valdir voru til úrslita en þeir voru 21 að þessu sinni. Auk Hreins á Tumi Magnússon tvö verk á sýningunni, en áður hafa þau Helgi Þorgils Friðjónsson, Guðrún Einarsdóttir, Georg Guðni, Kristján Davíðsson og Birgir Andrésson verið valin til undanúrslita þau ár sem verð- launin hafa verið veitt. Gefin er út vegleg bók með verkum allra listamannanna auk þess sem sýn- ingin er sett upp á öllum Norður- löndunum. Á Islandi verður hún opnuð þann 7. apríl 2001 í Gerð- arsafni í Kópavogi. Bera Nordal, fyrrverandi for- stöðumaður Listasafns íslands sem nú veitir listasafninu í Malmö í Svíþjóð forstöðu, á sæti í dómnefndinni og sagði það sér- staka ánægju að Hreinn Frið- finnsson hefði unnið til verðlauna í ár. „Þetta er þriðja árið sem við úthlutum þessum verðlaunum og við höfum verið að forma þetta starf,“ sagði hún. „Sýningarnar hafa allar verið mjög ólíkar, en mér finnst þessi kannski óvenju spennandi. Það er mikið af ung- um listamönnum og óvæntum nöfnum með í ár. Á þessari sýn- ingu sýnum við líka hvað mál- verkið felur í sér mikla mögu- leika og nægir í því sambandi að benda á Hrein og Mari Slaattel- id, sem bæði eiga þennan hug- myndalega bakgrunn sem sýnir og sannar að hægt er að nálgast málverkið á svo ótrúlega fjöl- breyttan hátt. Hreinn er að vinna með þann grunnefnivið sem not- aður er í málverkið, hann sýnir hvernig liturinn verður til í ljós- inu og einnig efnið, eða málning- una sjálfa á föstum fleti. Ég er ákaflega stolt af því fyrir Islands hönd að hann hafi fengið önnur verðlaun." Spurð að því af hverju þessi verðlaun væru helguð mál- aralist frekar en annarri list- sköpun sagði Bera: „Ég held að þetta hafi nú kannski verið hugs- að til þess að vekja svolitla at- hygli á málverkinu, sem þrátt fyrir allt lifir mjög sterku lífi þó það sé kannski ekki alltaf sýni- legast á öllum sýningum." Bæði verk Hreins og Mari Slaattelid eru á ystu mörkum málverksins og mátti heyra á fleirum en Beru að sýningin í ár væri óvenjuleg að því leyti hve málverkið væri túlkað í víðum skilningi. Islenskir listamenn eru sér- staklega áberandi í Finnlandi um þessar mundir en auk þeirra Hreins og Tuma sem eiga verk á Carnegie sýningunni í Konsthall- en, sýna þau Ragna Róbertsdótt- ir og Kristján Guðmundsson nú í Galerie Anhava í Helsinki. Að sögn Ilonu Anhava sem rekur galleríið er mikill áhugi fyrir ís- lenskri list í Finnlandi. Fyrr í mánuðinum var einnig opnuð yf- irlitsýning á verkum Hreins Friðfinnssonar í Turku í tengsl- um við Ars Fennica verðlaunin og hefur hún fengið mjög lofsam- lega umfjöllun. Með einstak- lega skýrum framburði TONLIST 11 a í n a r b o r g EINSÖNGSTÓNLEIKAR Sigurður Bragason og Ólafur Elías- son fluttu söngva eftir Pál Isólfs- son, Jón Leifs, Tsjaikovskí og Mussorgskí. Fimmtudagurinn 12. október 2000. ÞAÐ má segja að samskipan Páls Isólfssonar og Jóns Leifs annars vegar og hins vegar Tsjaikovskí og Mussorgskí hafi þá merkingu, að fulltrúar rómantískrar hugsunar séu Páll og Tsjaikovskí en Jón Leifs og Mussorgskí séu menn rósturs, þann- ig að hin einkennilega yfirskrift tón- leikanna, frá Rómantík til rósturs, sé að þessu leyti skiljanleg. Tónleikar Sigurðar Bragasonar og Ólafs Egils- sonar í Hafnarborg sl. fimmtudag hófust á lögum eftir Pál Isólfsson, Blítt er undir björkunum, Hrosshár í strengjum, Frá liðnum dögum. og vögguvísunni fallegu, Nú læðist nótt um lönd og sæ. Sigurður söng þessi lög mjög fallega og með einstaklega skýrum framburði. Píanóleikur 01- afs Egilssonar var svolítið flausturs- legur og að færa undirleikinn í Blítt er undir björkunum upp um áttund í miðvísunni, er hreinn óþarfi. Fjögur lög eftir Tsjaikovskí voru næstu viðfangsefni en eftir hann liggja yfir 100 einsöngslög og er hann almennt talinn í hópi merkustu söngljóðahöfunda, en líklega frekar lítið þekktur í Vestur-Evrópu, vegna tungumálsins, utan nokkur lög, sem eru mjög vinsæl, eins t.d. Á dans- leiknum. Fyrsta lagið var, Að gleyma svo fljóttt, við texta eftir Ap- ukhtin (1870). Annað lagið, Aðeins þeir sem þekkja þrá, er úr safni sex söngva, (1869), við þýðingu á texta eftir Goethe, Nur wer die Sehnsucht kennt, úr Wilhelm Meister. Þriðja lagið, Aftur eins og áður er ég einn, er síðast af sex söngvum við kvæði eftir D. Rathaus og eru það síðustu söngverk meistarans, samin 1893. Fjórða lagið er hin fræga serenaða don Juans við texta eftir Tolstoi. Öll lögin voru frábærlega vel sungin, sérstaklega lagið við kvæði Goethes. í lögunum við kvæði Apukhtin en þó sérstaklega serenöðunni, var leikur Ólafs of sterkur. Undirleikurinn í serenöðunni er sérlega skemmtileg- ur og meginhugmyndin minnir á dans Anitru, eftir Grieg og var leikur Ólafs vel mótaður en nokkuð um of hljómfrekur fyrir söngvarann. Það er afstætt hvað kallast sterkt leikið en við undirleik söngs verður að taka tillit til tónhendinga söngv- arans. Þá eru forspil og millispil hluti tónverksins en ekki eitthvað sem t.d. píanistinn má hafa að geð- þótta sínum. Upphafshljómarnir í Brennusöng Skarphéðins, eftir Jón Leifs, voru óþægilega sterkir. Þessi kraftaleikur Ólafs skemmdi seinni hlutann af Draugadansinum op. 23 nr. 2, eftir Jón Leifs, við texta eftir Sigurð Grímsson, svo að hvorki texti né lagferli söngvarans greindust vel. Þetta er því miður óþarft, því á móti var leikur Ólafs oft sérlega þýður eins og t.d. á köflum í öðrum söng- lögum eftir Jón Leifs, nefnilega Hel- söng Þormóðar og Vögguvísunni frægu,við ljóð Jóhanns Jónssonar, sem Sigurður söng sérlega vel. Lokaviðfangsefnið var svo laga- flokkurinn Sólleysi, eftir Muss- orgskí, er hann samdi 1874, við ljóð sambýlismanns síns og frænda, Gol- enístsjev-Kútúsov greifa. Ljóðin og tónlistin eru mettuð af svartsýni og innibirgðri sorg, þar sem tilgangs- leysi, einmanleiki og sjálfsvorkunn er ástæðan. Þessir sérkennilegu söngvar voru mjög vel fluttir af Sig- urði og Ólafi en það var þó í fjórða laginu, Sorgarljóðinu, að Ólafur lék allt of sterkt. Þetta er þvi verra, sem leikur hans að öðru leyti var mjög fallega mótaður, skýr og fylgdi söngvara sérlega vel. Sigurður Bragason er góður söngvari og hon- um lætur vel að flytja rússnesku tón- skáldin, sem eru uppáhald bariton söngvara og í Jóni Leifs kvað við mýkri tón í túlkun og leikrænni mót- un en fyrr hefur heyrst. Lögin eftir Páll ísólfsson voru og mjög fallega mótuð, túlkuð af listfengi og með einstaklega skýrum framburði. Jón Ásgeirsson Bókin Hjartastaður gefín út á frönsku SKÁLDSAGAN Hjartastaður er komin út hjá franska útgáfufyrir- tækinu Denoel, sem er ein öflugasta bókaútgáfa Frakklands, í þýðingu Francois Emion. Þetta er önnur skáldsaga Steinunnar Sigurðardótt- ur sem kemur út í Frakklandi, en Tímaþjófurinn kom út þar árið 1995 og hlaut góðar viðtökur, auk þess sem Frakkar gerðu eftir henni kvik- mynd með Sandrine Bonnaire og Emanuelle Béart í aðalhlutverkum. Hjartastaður kom fyrst út 1995 og varð metsölubók hér á landi það ár, auk þess sem höfundurinn hlaut Is- lensku bókmenntaverðlaunin 1995 fyrir hana. Bókin er komin eða að koma út í sex þjóðlöndum. Blíðfínnur gefínn út í Danmörku DANSKA bókaforlagið Rosinante hefur ákveðið að gefa út bók Þor- valdar Þorsteinssonar Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó á dönsku á næsta ári. Bókin fékk barnabókaverðlaun Reykja- víkurborgar 1999. í tilkynningu frá Rosinante seg- ir að langt sé síðan þeir hafi átt kost á útgáfu á jafn vænlegri bók og bókinni um Blíðfinn. „Bókin er heillandi, falleg, sterk og algjör- lega óviðjafnanleg." Einnig er tek- ið fram í tilkynningu að þeir hygg- ist leggja ríka áherslu á kynningu á bókinni í Danmörku. I sumar ákvað Bertelsmann að gefa Blíðfinn út í Þýskalandi á næsta ári. í lok mánaðarins kemur svo út hér á landi önnur bók um Blíðfinn. Hefur hún fengið nafnið Ert þú Blíðfinnur? Ég er með mikilvæg skilaboð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.