Morgunblaðið - 14.10.2000, Page 34
34 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Golli
Guðríður Þóra Gísladóttir í hlutvcrki
stúlkunnar.
Skuggabaldrar og skrugguvaldar eru börn seni Óhræsið hefur náð valdi á.
Óhræsinu
komið fyrir
kattarnef
I dag verður frumsýnd í íslensku óperunni ný ópera
fyrir börn og unglinga, Stúlkan í vitanum, eftir Þorkel
Sigurbjörnsson við texta eftir Böðvar Guðmundsson.
ÓPERAN er samin og sviðsett í tilefni af 50
ára afmæli Tónmenntaskóla Reykjavíkur og
er uppfærslan samstarfsverkefni Islensku óp-
erunnar, Tónmenntaskólans, Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur og Reykjavíkur - menn-
ingarborgar Evrópu árið 2000.
Skuggabaldrar og skrugguvaldar
Meginefni verksins er sótt í sögu Jónasar
Hallgrímssonar, Stúlkan í tuminum, en sögu-
sviðið hefur verið fært til nútímans með
markvissum hætti. í óperunni er söguhetjan
ung stúlka sem byr hjá vinnuþjökuðum for-
eldrum sínum í afskekktu vitavarðai-húsi og er
oft ein heima. í einsemd sinni ráfar hún inn í
gamla vitatuminn, en lendir þá í klóm Óhræs-
isins, sem lagt hefur undir sig vitann ásamt
hyski sínu, skuggaböldrum og skmgguvöld-
um. Óhræsið reyndir jaft með fagurgala sem
hótunum að telja stúlkuna á að slást í hópinn,
en hún lætur ekki segjast. Með hjálp pilts,
sem er einn af þrælum Óhræsisins, tekst
henni að yfirbuga Óhræsið, koma því fyrir
kattamef og frelsa skuggabaldrana og
skrugguvaldana, sem í raun era krakkar á
hennar aldri.
Stjórnandi hljómsveitarinnar er tónskáldið
Þorkell Sigurbjörnsson en hljómsveitina skipa
nemendur og kennarar Tónmenntaskóla
Reykjavíkur. Leikstjóri sýningarinnar er Hlín
Agnarsdóttir. Leikmynd og búninga gerir
Stígur Steinþórsson og lýsingu hannar Jóhann
Bjami Pálmason. Með hlutverk stúlkunnar
fara til skiptis Dóra Steinunn Ármannsdóttir
og Guðríður Þóra Gíslasdóttir, og hlutverk
piltsins ívar Helgason og Jökull Steinþórsson.
Bergþór Pálsson er í hlutverki Óhræsisins.
Börn úr Tónmenntaskóla Reykjavíkur syngja,
leika og dansa hlutverk skuggabaldra og
skragguvalda, alls 30 talsins en 15 taka þátt í
sýningunni í senn.
Aö sögn leikstjórans er þetta „hryllings-
ópera fyrir böm“ sem verður bönnuð innan 9
ára. „Sennilega fyrsta bamaóperan sem er
bönnuð bömum, “ segir óperastjórinn Bjami
Daníelsson. Ástæðuna fyrir banninu segja þau
vera að efnið sé ætlað stálpaðri börnum og því
ástæðulaust að hvetja foreldra til að koma
með lítil börn sín. „Óhræsið er eins konar
glæpaforingi sem hefur safnað um sig hópi
bama og unglinga sem hann lætur ræna fyrir
sig og heldur þeim uppi í sukki og svalli allar
nætur,“ segir Hlín leikstjóri. „Mér hefur fund-
ist þetta fjalla um það öðram þræði hversu
nauðsynlegt er að börn fái að vera börn eins
lengi og þau þurfa á að halda; verða ekki full-
orðin of snemma. Þetta er reyndar ekki hugs-
að sem liður í foi-vamabaráttu gegn áfengi,
eiturlyfjum og glæpum en meginþemað er
eins og í öllum góðum ævintýram, baráttan
milli góðs og ills. Þetta er engu að síður viðvör-
un til allra ungmenna um að láta ekki ánetjast
eða glepjast af fagurgala og skyndilausnum."
Lengi í undirbúningi
Stefán Edelstein, skólastjóri Tónmennta-
skólans, segir þetta verkefni hafa verið í und-
irbúningi nokkuð lengi. „Það era fimm ár síð-
an hugmyndin að því fæddist að halda upp á 50
ára afmæli skólans með uppfærslu nýrrar
barnaóperu. Ég leitaði eftir því við Þorkel og
Böðvar að semja verkið og þeir tóku því vel.
Böðvar hafði reyndar áður samið óperatexta
fyrir okkur, Kalla og sælgætisgerðina eftir
sögu Roalds Dahls, og Hjálmar H. Ragnars-
son samdi tónlistina. Það var hins vegar alfar-
ið hugmynd þeirra Þorkels og Böðvars að leita
fanga í sögu Jónasar Hallgrímssonar og vinna
úr henni á þennan skemmtilega hátt, “ segir
Stefán.
Hann segir samstarfið við íslensku óperuna
hafa verið sérlega ánægjulegt og vel heppnað í
alla staði. Undir þetta tekur Bjanri Daníelsson
og bætir því við að Fræðslumiðstöð Reykja-
víkur taki þátt í verkefninu með þeim hætti að
bjóða öllum 11 ára (5. bekkjar) nemendum í
Reykjavík á sýningar á óperanni. „Það verða 5
sýningar fyrir 11 ára bömin en óperan verður
einnig sýnd á almennum sýningum á sunnu-
dögum fram í nóvember. Við stefnum svo að
því að verða með sérstaka hátíðarsýningu á
degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, sem er
fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. I allt
era því fyrirhugaðar 11 sýningar á óperanni."
Ekki fer á milli mála hvað Óhræsið stendur fyrir.
Að afneita deginum og játast nóttinni er krafa Óhræsisins.