Morgunblaðið - 14.10.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.10.2000, Qupperneq 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 '41 Bemar línur, náköid forni og naumhyggja hafa vikið fyrir bogahnum, ávölum formum og útbrotum í anda barrokksins eins og sjá má í húsum stjörnuarkitektsins Frank O. Gehry. heimi þeirra, eins og táknmál á að heita móðurmál heymarlausra, en sem fáir skilja utan þeirra sjálfra og skólagenginna táknmálstúlka, svona líkt og iðulega gerist um hin bólgnu skrif hinna... ú er ég manna ánægðastur er ég frétti af jákvæðri at- hafnasemi og velgengni fólks á listsöguvettvanginum. Tilefni að upplýsa að í París eigum við einn kvenkyns sérfræðing og doktor í hönnunarsögu, kornung hálfíslenzk kona kominn í beinan kvenlegg af Skúla fógeta, Charlotta Laubard að nafni, er í þann veginn að taka við stöðu sýningarstjóra við nýtt núlista- safn í borginni, gefur auga leið að hún hefur þjálfun í þeim efnum eftir störf í útibúi MoMA í New York, og ekki langt síðan íslensk kona fékk hæstu einkunn þ.e.10 á útskriftar- prófi í listasögu við Svartaskóla, (Sorbonne) með Cobra sem lokarit- gerð. Þá skal vísað til stórmerkilegra rannsókna Æsu Sigurjónsdóttur á sviði gamalla Ijósmynda, og að á staðnum er Laufey Helgadóttir sem um árabil hefur opnað forvitnum ís- lenzkum ferðalöngum listheima borgarinnar. Allt er þetta til að hrópa húrra fyrir. Er afar hrifinn af metnaðarfullri framkvæmdasemi kvenna á listasviði og það er einmitt ástæða þess að ég hef um árabil ósk- að eftir sjálfstæðum og víðsýnum kjamakonum til rýnistarfa. Síst minnkaði sú löngun mín er ég fyrr á árinu rakst á nýútkomna kilju í Listahöll Hamborgar um konur ald- arinnar, Frauen des Jahrhunderts. Las af athygli kaflann um Marion Grafin Dönhoff, útgefanda der Zeit, sem sögð er hafa reist sér minnis- varða á lifanda lífi fyrir stórhuga blaðamennsku. Er yfirlýst fyrir- mynd Rudolfs Augstein, sem gefur út Der Spiegel, trúlega best skrifaða og opinskáasta vikurit í heimi, jafn- framt samviska þýsku þjóðarinnar, einnig fleiri fjölmiðlamógúla í Þýska- landi. Valkyrjan var upprunalega róttækur sósíalisti, en þegar á reyndi kom í ljós að gagnrýnar skoðanir áttu engan veginn upp á pallborðið hjá slíkum. Hefur þó alla tíð verið trú yfirlýstum stefnumörkum sínum: „Sú spurning þrengir mjög að, hvað verði um lífsrými einstaklingsins, svo framarlega sem hann telst ekki einungis ríkisborgari heldur ein- staklingui-... Nútímaríki sem ríki valds, er stöðug hótun við tilveru manneskjunnar, og því er skylda borgarans að vera slöngvari (sá sem setur út á eitthvað), hvarvetna í við- bragsstöðu þar sem ríkið misbýður rétti einstaklingsins eða heldur ekki orð sín - jafnvel þegar það gengur einungis út á manntal." Þetta er lausleg þýðing og rétt að þessi fræga stefnuyfirlýsing komi Hugsjónamaðurinn John Ruskin hefur verið endurreistur með braki, gerist vel að merkja á sama tíma og náttúruvemd og virðingin fyrir umhverfinu eru í brennidepli. hér á þýsku svo áhersluþungin skilj- ist fullkomlega af þeim sem vald hafa á málinu: „Es drangt sich einem dabei die Frage auf, was eigentlich dem einzlenen, sofern er nicht nur Staatsbúrger, sondern auch Individ- ium ist, als Lebensraum noch iibrig- bleibt... Der moderne Staat als Machtstaat stellt eine standige Bedrohung des menschen dar, und darum ist es die Pflicht des heutigen Búrgers, in vieler Hinsicht als Frondeur zu leben und immer und úberall dort Opposition zu machen, wo der Staat das Recht verletzt oder sein Wort nicht halt - auch, wenn es sich nur um Volkzáhlungen handelt." etta er einnig í fullu gildi í list- um, að menn haldi vöku sinni; séu slöngvarar í við- bragðsstöðu, aldrei mikilvægara en nú er sögufölsun, siðleysi og ragns- núningur einkenna tímana, og því fast sótt að sýningarstjórum og bendiprikum, þeir undir smásjá. Islendingar virðast langt í frá hafa öðlast þroska til að skilja mikilvægi skeleggrar rökræðu til fulls, svo sem menn hafa meira en orðið varir við undanfarin misseri, þeim fundið flest til foráttu er mótmæla þá gengið er á rétt einstaklingsins og náttúrunnar, þarf því sterk bein til að vera slöngv- ari. Þetta á og sömuleiðis við í listum, þvi fæstir hafa hér þor af ótta við að það komi þeim á einhvem hátt illa, eyðileggi fyrir þeim möguleika varð- andi stöðuveitingar og/eða aðgengi að styrkjum og starfslaunum. Svo langt gengur þetta að greinar eftir metnaðargjama listsögufræðinga og myndlistarmenn em afar fátíðar í dagblöðunum, þannig að menn svífa í lausu lofti um skoðanir þeirra og rit- fæmi. Þá em fræðingamir ekki í framvarðsveit þeirra sem beijast fyrir viðgangi hagsmunum og mann- réttindum myndlistarmanna hér á landi og því síður opnum skoðana- skiptum. Umræddur sleggjudómur í tímariti Máls og menningar mjög lýsandi dæmi. Aðalsteinn virðist þó alveg sammála hinum háskalega stórkritíker, að höfuðástæðan fyrir svikum og prettum á myndlistar- markaði sé lélegt upplýsingaflæði og mætti einmitt ætla það verðugt verk- efni fyrir lærða listsögufræðinga að leitast við að bæta hér úr. - Hvað myndlistarfræðslu áhrær- ir hefur mér löngum fundist einkenni hennar hafa verið að þræða yfirborð- ið af hlutunum, önnur leið valin innan MHÍ en ég var talsmaður fyrir. Það síðasta sem að mínu viti skal kennt í listaskólum er list, því list er ekkert afmarkað óhagganlegt og áþreifan- legt hugtak. Frekar um að ræða virðingu fyrir einstaklingnum, frum- kvæðinu og lyfta undir skapandi kenndir, kenna nemendum að vinna með áherslu á umræðu, orðræðu og samræðu í kringum viðfangsefnið, en engin mörkuð einstefna til próf- gráða. Nemendur eiga að koma til hlutanna en ekki hlutimir til nem- enda, hér gilda sömu lögmál og í mannlíftnu, að maðurinn eigi að koma til vinnunnar en ekki vinnan til mannsins. Líki ríkjandi stefnu- mörkum helst við grjónagraut móð- ur minnar forðum daga, en mér þótti skánin er myndaðist á yfirborðinu fjarska góð og fékk hana oft á disk- inn minn, en það var eðlilega fleira sem hann innibar, til að mynda mjólk, gijón og súrt slátur og allt skyldi innbyrt, viðkvæðið var: borð- aðu grautinn þinn! Það gerði ég yfir- leitt af mikilli ánægju og tel eina undirstöðu minnar góðu heilsu. Líkamleg og andleg næring gengur þannig ekki út á að þræða einungis skánina af spónamatnum heldur borða hann allan, og hér hreyft við kjama og undirstöðu heildstæðrar döngunar. Frábært dæmi um öfugsnúning í listum og listmenntun, er nýleg grein eftir Peter Dahl, fyrrverandi prófessor við Listhá- skólann í Stokkhólmi. Hann kemur víða við og tekur meðal annars fyrir nýlega ráðningu í prófessorstöðu við skólann. Fyrirsögnin var; Prófessor í engu, (Professor i ingenting). Segir frá deilum af ráðningu í stöðu pró- fessors í teikningu, þar sem þeir höfðu ráðningarvald sem höfðu verið andsnúnir teikningu á skólaáram sínum en vildu svo sjálfir koma til greina! Menn em einfaldlega ekki ráðnir prófessorar í ákveðnum námsgreinum lengur, heldur list (!), öllum faggreinum hrært saman við hugtakið list, og ekki tekið tillit til reynslu og undirstöðuþekkingar við- komandi. I sjónvarpinu heyrði hann Don Wolgers, prófessor við listhá- skólann lýsa því yfir, að menn ættu að losa sig við hugtakið list. Það léti í eyrum eins og skynsamleg hreinsun. Spurningin væri þá í hvaða greinum menn era eiginlega ráðnir prófessor- ar við Listaháskólann í Stokkhólmi er svo væri komið? Svarið var; ná- kvæmlega í engu! Þetta þótti Peter Dahl dæmigert um ástandið í listinni í dag og vitnar einnig í skrif hins kunna listsögu- fræðings Ulf Linde, fyrrverandi listrýni með ægivald á sjöunda ára- tugnum, þar sem hann spyr sjálfan sig hvernig eitthvað verði að list á okkar dögum. Þar er hann ómyrkur í máli; stofnanastjómir samansettar af gagnrýnendum, listhöndlurum, listasafnsfólki, menningamefndum, o.s.frv. útnefnir hluti eða annað lista- verk, svona nokkum veginn á sama hátt og konungar íyrr á tímum slógu þá til riddara sem þeún líkaði við. Ef svo er tilfellið, væri listin algjörlega staðnað fyrirbæri. Og Dahl klykkir út í sinni skeleggu og opinskáu grein; Svartklæddu gagnrýnendumir og fræðikenningahöfundarnir í stóra dagblöðunum og listtímaritunum era af þeim sem vinna alvarlega að list- um álitnir „klíka sýndaheimspekinga og vindhana“ sem ekki er hægt að taka alvarlega öðruvísi en sem tízku- skapendur með vald til að þegja um sýningar (og listamenn) sem maður vildi gjaman vera upplýstur um... Að lokum skal aðeins vikið að fyrirbærinu menningamótt, sem verður stærri viðburður með ári hveiju. Viðbrögðum almenn- ings við þeim opna og skilvirka fram- níngi má líkja við holskelfu mitt á tímum er opinbera sýningarsalimir era að tæmast fyrir einhæfa og ósvífna markaðssetningu, ósjálf- stæði, þýlyndi og einstrengingshátt, þrátt fyrir að fleiram og fleirum sé stefnt á opnanir þeirra. Er ekki kom- inn tími til að menn dragi lærdóm hér af, virki þennan ónýtta kraft í fjöldanum, svona líkt og gerst hefur úti í hinum stóra heimi? (Utanlandsferð og misskilningur seinkaði birtingu þessa pistils um rúmar þrjár vikur.) Bragi Ásgeirsson Til aldingarðsins MYNPLIST Stöðlakot, Itoklilöðustfg li PASTEL- OG VATNS- LITIR GUÐMUNDUR W. VILHJÁLMSSON Til 15. oktúber. Opið daglega frákl. 14-18. SENN lýkur sýningu Guðmundar W. Vilhjálmssonar í Stöðlakoti en þetta er fimmta einkasýning hans á átján ára ferli. Eins og listamenn sem ekki þurfa að sanna sig gagnvart listheiminum - eða umheiminum yf- irleitt - gefur Guðmundur sér fullt frelsi gagnvart miðlinum og málar af hjartans lyst. Þessi óháða afstaða kemur skýrt fram í verkunum sem hann sýnir á báðum hæðum Stöðla- kots. Hún Ijær myndum hans ein- lægt yfirbragð og tryggir þeim tíma- lausan innileik þar sem sýndar- mennska er víðs fjarri. Að vísu er manni ekki örgrannt um að Guðmundur sigli einum of ljúfan byr því myndir hans era helsti tilvilj - anakenndar, eða ómarkvissar öllu heldur, ef marka má nöfnin sem hann gefur þeim. Sjálfur staldrar hann við eina mynda sinna - ef til vill þá áhugaverðustu á sýningunni - og reifar út af henni minnið um aldin- garðinn. Þetta eru heillandi spekúla- sjónir og mættu að ósekju ráða ferð- inni á sýningu hans. í staðinn fær þemað jafnsnöggan endi og mynd- inni sleppir. Sama er að segja um aðra mynd sem Guðmundur útlistar út frá bók sem hann las án frekari af- leiðinga fyrir heildina. Það má vera að Guðmundur kæri sig kollóttan og hirði síst um leiðar- stef verkum sínum til halds og trausts. Það breytir því þó ekki að Marcel sálugi Duchamp taldi titil myndar vera mikilvægasta hluta hennar og síðan er okkur nauðugur sá kostur að gaumgæfa án refja hvert við eram að fara með list okkar. Listamaðurinn mundi með öðram orðum dýpka til muna allt viðfang sitt ef honum tækist að dvelja þema- tískt við eina hugmynd í einu. Myndir hans mundu þéttast um ákveðna rannsókn og öðlast mun sterkari heildarsvip. Um leið yrði inntak þeirra átakameira og marksæknara. Allir lyklamir að slíkum árangri era þegar til staðar. Guðmundur á bara eftir að kanna að hvaða dyram hver og einn gengur. Halldór Björn Runólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.