Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
tKristinn Pálsson
fæddist í Þing-
holti í Vestnianna-
eyjum 20. ágúst
1926. Hann lést í
Heilbrigðisstofnun-
inni í Vestmannaeyj-
um 4. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Þórsteina
Jóhannsdóttir, f.
22.1. 1904, d. 23.11.
1991, og Páll Sigur-
geir Jónasson, f.
8.10. 1900, d. 31.1.
jJ951. Börn þeirra
voru: Emil, f. 1923, d.
1983; Jóhann, f. 1924, d. 1925; Þór-
unn, f. 1928; Guðni, f. 1929; Jón, f.
1930; Margrét, f. 1932; Kristín, f.
1933; Hulda, f. 1934, d. 9.7. 2000;
Sævald, f. 1936; Hlöðver, f. 1938;
Birgir, f. 1939; Þórsteina, f. 1942
og Emma, f. 1944.
Hinn 25. desember 1953 kvænt-
ist Kristinn Þóru Magnúsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, frá Tungu í
Vestmannaeyjum, f. 13.4. 1930.
Foreldrar hennar voru Halldóra
Valdimarsdóttir, f. 7.9. 1903, d.
11.6. 1942 og Magnús Bergsson, f.
Ég sendi þér kæra kveðju,
núkominerlífsinsnótt.
Kg umveQi blessun og bænir,
égbið að þú sofirrótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta,
þásælterað vitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Leiðimar skilja en ljós okkar skín,
er liðinna daga við minnumst.
Ég þakka af hjarta mínu og hugsa til þín,
uns heima hjá Drottni við finnumst.
Kveðja frá eiginkonu.
Þó að maður eigi von á að einhver
sé að kveðja er manni brugðið þegar
kallið kemur. Pabbi minn, þú varst
búinn að vera veikur í nokkur ár og
nú kom kallið. Það á eftir að vera
mikið tómarúm í hjarta mínu, að
hitta þig ekki, geta ekki sagt þér
aflafréttir.
Pabbi, þú varst ekki aðeins faðir
minn, ekki aðeins uppalandinn minn,
ekki aðeins vinur minn, þú varst mér
allt og þú varst samstarfsmaður
minn frá unga aldri. Ég hef varla
unnið aðra vinnu en hjá þér og með
þér.
Pabbi, þú hafðir það alltaf að
ieiðarljósi að búa mig undir lífið og
kenndir mér ungum að árum að
bjarga mér og vinna. Innan við tíu
ára aldur fór ég með þér á síld fyrir
norðan og aftur heilt sumar fyrir
austan. Hvað þú varst góður við lít-
inn peyja sem eltist við þig um borð í
bát norður í höfum. Ég gat setið með
þér í „bassa“ skýlinu dögum saman
að leita að sfid. Hvað ég varð stoltur
þegar ég fékk það hlutverk að passa
bátinn þegar þið fóruð í Atlavík. Ég
man hvað þú hafið gaman af því að
fara með mig í land á hinum ýmsu
fjörðum og segja mér frá, en þú
þekktir allt svo vel og varst svo vel
kynntur. Svo var það á vetrarvertáð-
unum að ég fékk að fara um helgar
að draga netin. A vetrarvertíðum
fékk ég stundum að fara með að
draga netin. Það var mikið ævintýri,
og man ég þegar kennarinn minn
kom með en hann hafði hlustað á mig
segja frá þessu, og vildi kynnast
þessu að eigin raun. Það var gaman
að vera þátttakandi þegar hann
sagði frá sjóferðinni í skólanum.
Ég gleymi aldrei kvöldinu 6. des-
ember 1962 þegar Bergur Ve 44
fórst út af Snæfellsnesi, en pabbi var
skipstjóri þar. Þegar tilkynning kom
frá loftskeytastöðinni að það væri
verið að bjarga þeim, og svo þegar
pabbi hringdi heim og sagðist vera
kominn um borð í Halkion Ve með
alla áhöfnina sína. Þá varð maður
stoltur af pabba.
Alltaf var hugur pabba að gera
mig að manni og til að nýta alla tíma
fór ég ungur til Danmerkur í sumar-
skóla og nokkrum árum síðar til
Englands. Ekki má gleyma er pabbi
4
2.10. 1898, d. 9.12.
1961. Börn þeirra eru:
1) Magnús, fram-
kvæmdastjóri, f. 3.12.
1950, kvæntur Lóu
Skarphéðinsdóttur,
hjúkrunarfræðingi, f.
19.7. 1951. Böm
þeirra eru Þóra, f. 4.3.
1973, Elfa Ágústa, f.
26.1. 1974, barn henn-
ar er Magnús Karl
Magnússon, f. 16.12.
1996, sambýlismaður
Arnar Richardsson, f.
23.10. 1973, böm hans
eru Bertha María, f.
23.7. 1995, og Þóra Guðný, f. 3.1.
1999. Héðinn Karl, f. 27.11. 1980
og Magnús Berg, f. 25.6. 1986. 2)
Jóna Dóra, hjúkrunarfræðingur, f.
25.9. 1954, gift Björgvini Þor-
steinssyni, hæstaréttarlögmanni, f.
27.4. 1953. Sonur Jónu Dóm er
Kristinn Geir Guðmundsson, f.
20.5. 1980. 3) Bergur Páll, skip-
stjóri, f. 6.1. 1960, kvæntur Huldu
Karen Róbertsdóttur, kennara, f.
23.1.1960. Börn þeirra eru Áslaug
Dís, f. 22.5. 1990 og Þóra Kristín f.
10.10. 1996. Sonur Huldu Karenar
hóf hina formlegu kennslu í að gera
mig að „útgerðarmanni". Pabbi var
kominn í land 1965 og tveim árum
síðar þurfti hann að láta færa bók-
hald fyrir Kap hf. Hann kenndi mér
að færa bókhaldið og lét mig síðan
taka ábyrgð á því. Þetta sýnir áhuga
hans á að kenna mér, fyrst að vera
með mig um borð með sér og síðan
að láta mig glíma við bókaldið.
Ég fór formlega að vinna með
pabba haustið 1972 þegar farið var
til Japans að sækja Vestmannaey Ve
54. Pabbi óskaði eftir að ég tæki
formlega við framkvæmdastjórn hjá
fyrirtæki okkar Bergur-Huginn ehf.,
1980, en ári áður hafði hann tekið við
formennsku í Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja. Þótt sú breyting
hefði orðið á unnum við mikið saman
og höfðum alltaf gott samráð um að-
gerðir, auk þess sem áhugamál okk-
ar voru þau sömu sem leiddu okkur
til sömu félagsstarfa. Pabbi var for-
maður þar í sjö ár en sat samtals í
stjórn þess í 19 ár. Jafnframt sat
pabbi í stjóm Landssambands ís-
lenskra útvegsbænda í sjö ár. Pabbi
hætti í stjóm Lífreyrissjóð Vest-
mannaeyja 1987 en hafði þá setið í 17
ár og verið formaður í um 10 af þeim.
Pabbi settist í stjórn ísfélags Vest-
mannaeyja hf. 1967, og sat í stjórn-
inni til 1990, þar af formaður frá
1986. Áður hafði tengdafaðir hans
setið í stjórninni og verið formaður.
Pabba var mjög annt um velgengni
ísfélagins hf. Hann sat í mörgum
stjórnum og sér í lagi sem tengdust
sjávarútvegi, svo sem í Smáey hf,
Höfn hf., Samfrost sf., Samtog hf.
Lifrarsamlag Vestmannaeyja hf.
o.fl. Auk þess var hann félagi í
Akóges.
Rétt eftir að pabbi hafði haldið
upp á 60 ára afmælið sitt þurfti hann
að gangast undir brjósklosaðgerð,
tveim mánuðum síðar þurfti hann að
ganga undir aðra sams konar að-
gerð, var þetta upphaf á veikinda-
ferli hans sem staðið hefur síðan. 19.
janúar 1989 gekkst hann undir
hjartalokuaðgerð á Bromton-sjúkra-
húsinu í London þar sem skipt var
um hjartalokur. Þar sem hann var
maður á besta aldri voru settar stál-
lokur því þær áttu að duga lengur.
Ekki vildi betur til en það að líka-
minn var ekki sáttur við lokurnar og
fóru litlir blóðtappar að skjótast til
heilans með ýmiss konar einkennum
t.d. Iömunum, málstoli og blindu en
þessi einkenni gengu oftast fljótt til
baka en skaðinn í heilanum var eftir
og fór að hafa neikvæð áhrif á getu
þína og þrótt. Þegar mér fannst ég
ekki geta lengur horft upp á þig tapa
meira og meira af heilsu þinni fórum
við feðgarnir saman til London og
hittum lækninn sem hafði skipt um
lokurnar og ákveðið var að setja nýj-
ar lokur í hjarta þitt, ekki úr stáli
heldur svínalokur. Aðgerðin sem
framkvæmd var 6. mars 1990 gekk
vel og þú varst duglegur að þjálfa þig
er Dúi Grímur Sigurðsson, f. 31.12.
1980. 4) Birkir, viðskiptafræðing-
ur, f. 15.8. 1964, sonur hans er
Kristinn, f. 20.8.1993.
Kristinn lauk hefðbundnu skóla-
námi í Vestmannaeyjum. Árið 1948
útskrifaðist hann frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík. Sjómennsku
stundaði hann lengst af starfsæv-
innar. Hann hóf eigin útgerð 1948
og gerði út til dauðadags. Berg VE
keypti hann 1954, en hann var
lengst skipstjóri á honum og var
ævinlega kenndur við Berg. Hann
rak lengi útgerðarfyrirtækið Berg
ehf. Síðar stofhaði hann útgerðar-
fyrirtækið Berg-Hugin ehf. og var
framkvæmdastjóri þess og síðar
stjórnarformaður. Eftir að Krist-
inn kom í land og tók til við stjórn-
un fyrirtækja sinna tók hann jafn-
framt að sér ýmis störf svo sem
formennsku í Utvegsbændafélagi
Vestmannaeyja, Lífeyrissjóði Vest-
mannaeyja og sat lengi í stjórn Is-
félags Vestmannaeyja hf., jafn-
framt því að vera formaður þar.
Utfór Kristins fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
og komst aftur út í lífið. Skaðinn sem
orðinn var vegna blóðtappanna var
þó áfram til staðar og skerti starfs-
orku þína. Þú hélst samt áfram að
koma á Geirseyrina og hitta okkur
vinnufélaga þína, fylgjast með sjó-
sókn og aflabrögðum, og taka svolít-
ið til í kringum okkur því snyrti-
mennska var þitt aðalsmerki. Þegai-
þið mamma voruð í fríi á Benidorm
veiktist þú heiftarlega ogyarst flutt-
ur á gjörgæslu þar ytra. Ég fór út til
ykkar og fannst mér að þú yrðir að
komast heim undir læknishendur og
var það úr að við fengum sjúkraflug
til að flytja þig heim Heimferðin var
mjög erfið og um tíma leit út fyrir að
við kæmumst ekki heim með þig lif-
andi. Þetta var mikil lífsreynsla fyrir
mig en eftir þetta hefur þú verið á
sjúkrahúsi, fyrst í Reykjavík en síð-
an hér í Eyjum.
Þú gafst aldrei upp og mamma
barðist með þér til að þú gætir notið
eins mikilla lífsgæða og hægt væri
miðað við aðstæður. Þú komst mikið
heim um helgar og var dugnaður og
stuðningur mömmu þér mikils virði.
Þakklæti þitt í okkar garð fyrir hvert
lítilræði þér til handa var einstakt og
æðruleysi þitt til að sætta þig við
skerðingu þína sömuleiðis.
Ég er forsjóninni óendalega þakk-
látur fyrir að hafa átt þig að sem föð-
ur, vin og samstarfsmann. Þú varst
ómetanlegur faðir.
Ég bið góðan Guð að styðja við
bakið á mömmu við fráfalls góðs
drengs.
Magnús.
Erfitt er að kveðja þig nú í dag,
elsku pabbi, manninn sem hefur haft
mest mótandi áhrif á líf okkar allra.
Við höfum reynt að hafa lífssýn þína
okkur að leiðarljósi og vonandi höf-
um við erft einhveija kosti þína.
Þó að leiðir okkar lægju í ólíkar
áttir sýndir þú til hinstu stundar
mikinn áhuga á störfum okkar og
þeim verkefnum er við tókumst á við.
Þú gafst þér ætíð tima til að fylgjast
með okkur þrátt fyrir að sjósókn hafi
oft verið stíf hjá þér og þú einnig
önnum kafinn við að byggja upp út-
gerð þína. Það var ætíð hægt að leita
til þín til þess að fara yfir námsefni
eða fá aðstoð ef á þurfti að halda.
Alltaf hafðir þú þekkingu á hlutun-
um og leiðbeindir á þann máta að
sérhver kennari hefði getað verið
stoltur af. Oft spurði maður sjálfan
sig að því hvaðan þessi þekking
kæmi, því að ekki var langri skóla-
göngu fyrir að fara hjá þér. Skóli lífs-
ins virðist hafa veitt þér innsýn í
ólíklegustu hluti og óþrjótandi áhugi
þinn til að fræðast heíúr eflt huga
þinn það mikið að hægt var að leita
til þín með hvað sem var, allt frá
réttritun til stjömufræði. Þú varst
inni í öllum málum og hafðir skoðan-
ir og þekkingu á því sem um var
rætt. Minnisstæð er tungumála-
kunnátta þín sem þú virðist hafa náð
þér í á ferðum þínum til útlanda og
með lestri erlendra bóka og blaða.
Svo virðist sem einungis ein ferð til
einhvers lands hafi nægt þér til að
skilja þjóð og tungumál þeirrar þjóð-
ar. Þessi kunnátta þín kom þér lengi
að notum, t.d. gast þú undir það síð-
asta fylgst vel með erlendum frétta-
stöðvum í sjónvarpinu þótt þú lægir
rámfastur, sársjúkur. Þú hafðir yndi
af lestri góðra bóka og þegar lestrar-
geta þín þvarr þá naust þú þess að
lesið væri fyrir þig jafnt á íslensku
sem ensku.
Þó að þú hafii- sjálfur aldrei verið í
íþróttum var áhugi þinn mikill og
jókst eftir því sem árin færðust yfir.
Áhugi þinn smitaði út frá sér og
hvatti okkur til dáða. Þegar við
strákarnir vorum yngri áttum við
ófáar stundirnar með þér við að
skjóta á markið. Þú hafðir áhuga fyr-
ir flestum íþróttagreinum en fótbolt-
inn var þó alltaf efstur á blaði hjá þér
og fannst sumum orðið nóg um þeg-
ar verið var að flytja þig fársjúkan á
milli staða til þess eins að fylgjast
með einhverjum fótboltaleik í sjón-
varpinu.
Mikill gestagangur var hjá þér og
mömmu enda varst þú sú manngerð
sem laðaði að sér fólk og ekki voru
veitingar skornar við nögl ef gest bar
að garði. Skipti þá ekki máli hveijir
voru á ferð, vinir ykkar mömmu eða
vinir okkar.
Yfirvegun þín og óþrjótandi þolin-
mæði var undraverð og allt viðmót
þitt til lífsins var mjög jákvætt.
Oheiðarleiki, fals og fordómar eru
orð sem ekki áttu heima í þínum
huga og alltaf reyndir þú að draga
fram það jákvæða hjá hverjum og
einum. Hlutirnir voru ekki gerðir
erfiðir með neikvæðum tónum held-
ur reynt að njóta lífsins á jákvæðan
hátt enda létt lund og góð kímnigáfa
þér í blóð borin og fylgdi þér alla tíð.
Veikindi þín gerðu þér ekki kleift
að njóta mikils síðustu árin en ljóst
er að ef þau hefðu ekki sett strik í
reikninginn þá hefðir þú örugglega
stýrt útgerðinni áfram af festu og
framsýni eins og þér var einum lagið
og notað þann tíma sem aflögu væri
til að skoða heiminn með mömmu og
þannig bætt við viskubrunninn.
Elsku pabbi, við efumst ekki um
að núna sért þú komin á þann stað
þar sem þú ert laus úr viðjum veik-
inda og getur gert hlutina sjálfur án
þess að þurfa að hafa áhyggjur af
líkamlegum lasleika. Núna geturðu
ræktað hugann á þinn hátt og verið
þú sjálfur með þinni fyrri reisn. Nú
getur þú lesið að vild og horft beint á
alla fótboltaleiki án þess að sjóntrufl-
anir eða hugarflökt skemmi fyrir.
Við þökkum þér fyrir uppeldið og
þær gleði- og ánægjustundir sem að
þú hefur veitt okkur í lífinu.
Elsku mamma, megi góður Guð
styrkja þig í þeim missi sem þú hefur
nú orðið fyrir.
Jóna Dóra, Bergur og Birkir.
Góður maður hefur fallið frá, mað-
ur sem barðist með jákvæðni og
bjartsýni þegar heilsan fór að bila.
Hann tráði því að hann sjálfur yrði
að leggja sitt af mörkum til að ná
heilsu og var því óþrjótandi að gera
æfingar og byggja sig upp til að ná
árangri. Við hlið hans stóð eiginkon-
an og barðist með honum til að hann
fengi alltaf þá bestu þjálfun og um-
önnun sem völ var á. Hann sýndi
æðruleysi þegar árangur var ekki í
samræmi við áreynslu og var þakk-
látur fyrir þá góðu umönnun sem
hann fékk.
Kristinn var maður sem ávallt
hvatti til góðra verka. Hann hvatti
barnabörnin sín og fræddi, ræddi
við þau um áhugamál þeirra og fór
jafnvel í fótbolta við Magnús Berg,
yngsta son okkar, eftir að heilsu-
brestur hafði tekið sinn toll af
kröftum hans og jafnvægi. Það var
skemmtileg sjón að sjá afa sparka
boltanum sem barnabarnið átti að
verja alveg eins og hann gerði þeg-
ar Birkir sonur hans steig sín fyrstu
spor sem verðandi markmaður.
Þannig var Kristinn ávallt hvetj-
andi og leiðbeinandi á sinn hógværa
hátt.
I þau þrjátíu ár sem ég hef gengið
í gegnum lífið með syni hans hefur
Kristinn alltaf verið mikilvægur
hlekkur. Þeir feðgar unnu mjög vel
saman auk sem þeir voru miklir vin-
KRISTINN PÁLSSON
ir. Mér fannst t.d. mjög sérstakt
þegar við ætluðum að opinbera trú-
lofun okkar að það yrði endilega að
vera á „afmælisdeginum“ hans
pabba og þegar við giftum okkur
vildi sonurinn eyða „piparsveina-
kvöldinu“ með pabba sínum. En
þannig vai- það, þeir feðgar náðu því
að vera bæði vinir og samstarfs-
menn. Það var því mikið áfall fyrir
Magnús þegar heilsunni fór að hraka
hjá Kristni og hann hætti að geta
tekið þátt í rekstri fyrirtækisins. Að
geta ekki talað saman oft á dag um
hugmyndir og vandamál sem komu
upp var erfitt verkefni sem þó varð
að leysa með gott veganesti frá föð-
urnum í farteskinu.
Við fráfall Kristins vil ég þakka
honum fyrir allt sem hann var fjöl-
skyldu sinni, þakka hjúkrunarfólki á
Heilbrigðisstofnuninni í Vestmanna-
eyjum fyrii’ góða umönnun, þar var
allt gert sem í mannlegu valdi stóð til
að honum gæti liðið sem best.
Ég bið góðan Guð að styrkja og
styðja Dídí þegar tómleikinn og
söknuðurinn koma í kjölfar missis-
ins.
Við tengdaföður minn vil ég segja:
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Þín tengdadóttir,
Lóa.
Elsku afi.
Jæja, elsku afi minn, nú hefur þú
fengið hvíld. Ég vil minnast hér í
nokkrum orðum þeirra góðu stunda
sem við áttum saman. Það var alltaf
gaman að koma á sjúkrahúsið til þín,
þú tókst alltaf svo vel á móti mér og
við gátum spjallað um svo mikið en
sérstaklega mikið um fótboltann.
Síðan varstu alltaf að grínast í öllum
og man ég vel eftir þegar ein hjúkk-
an var vel máluð í framan og þú
spurðh' hana hvort Kjarval hefði ver-
ið að mála hana. Þegar þú komst í
heimsókn til okkar áður en þú fórst á
sjúkrahúsið gastu alltaf gefið þér
tíma til að fara með mér út á blett og
skjóta á mig í markinu. Ég á eftir að
sakna þess að geta ekki komið til þín
á spítalann og spjallað við þig um
boltann og auðvitað að fá mola úr
nammidósinni.
Magnús Berg.
Elsku afi minn, mikið er alltaf sárt
að missa. Ég vonaði alltaf innst inni
að þú myndir hressast. Þó svo að ég
vissi það líka að það myndi ekki ger-
ast. Það var alltaf svo gaman að tala
við þig, þú vissir svo margt, þú sagð-
ir okkur svo margt, þú útskýrðir allt
svo vel fyrir okkur. Þér fannst líka
svo gaman að leika með okkur
krökkunum. Ég man hvað þér fannst
gaman þegar við vorum öll saman
komin á áramótunum, þú með hatt á
höfðinu og með alls konar áramóta-
skraut. Magnúsi Karli og Berthu
Maríu fannst svo gaman að koma til
þín á spítalann og fá nammi í nammi-
boxinu þínu. En amma sá svo vel til
þess að alltaf væri nóg af nammi og
ný blóm á hveijum degi. Þér fannst
svo gaman að heyra góðar fréttir t.d
af sjónum og að allt gengi vel hjá
okkur. Þú spurðir líka alltaf hvernig
gengi í skólanum. Þú hughreystir
líka ef eitthvað var að. Núna undir
það síðasta þegar ég kom til þín með
flösku af uppáhaldsvíninu þínu vissi
ég að ég mátti gefa þér hana. Þú
sagðir ekki bara takk, heldur knús-
aðir mig og þakkaðir svo innilega
fyrir þig og fékkst þér vænan sopa á
stút og í næsta skipti þegar ég kom
að heimsækja þig þá mundir þú
strax eftir flöskunni og þakkaðir aft-
ur fyrir hana.
Elsku afi, mikið eigum við öll eftir
að sakna þín, við lifum í minningunni
um góðan afa sem okkur þótti öllum
svo vænt um. Nú ertu búinn að fá
hvfldina og vonandi líður þér vel. Við
hittum þig síðar og þá verða fagnað-
arfundir.
Elsku amma mín, við styðjum þig
öll og síðar eigum við eftir að rifja
upp gamlar og góðar minningar sem
okkur eru svo kærar.
Pabbi, Jóna Dóra, Bergur og
Birkir, og fjölskyldur, við vottum
ykkur öllum okkar dýpstu samúð.
Minningin lifir.
Elfa Ágústa og fjölskylda.