Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 59 Elsku afi. Mér finnst eins og það hafi verið í gær að við tveir vorum frammi á gangi uppí Birkihlíð og þú varst að kasta bolta á mig. I hvert sinn sem ég varði þá brostir þú til mín og sagðir: ,Alveg eins og Birkir gerir“. Þegar ég og mamma fluttum til Eyja þurfti hún oft að vinna nætur- vaktir á spítalanum. Þá svaf ég heima hjá þér og ömmu og ég man hversu yndislegt það var að kúra uppí sófa á milli ykkar inni í sjónvarpsherberginu. Alltaf þegar fréttir voru búnar var þáttur með Tomma og Jenna í sjónvarpinu sem við horfðum á og eftir hann fórum við inn í herbergi að lesa. Alltaf vaknaði ég á morgnana við það að þú varst að kílla á mér tærnar brosandi og spurðir hvort ég ætlaði að sofa allan daginn. A morgnana fórum við í sund og ég gleymi því aldrei þegar þú kenndir mér að synda. Þú einfald- lega tókst kútana af mér og sagðir mér að reyna að synda. Eg man hversu ánægður þú varst þegar ég loks náði að synda og gat þá farið í djúpu laugina með þér. Við mamma bjuggum í Eyjum í tvö og hálft ár og var ég oft hjá þér og ömmu á þessum tíma. Ég er svo þakklátur fyrir þennan tíma því þú kenndir mér svo margt, eins og þegar ég kom heim af fótboltaæfingu með bikar og var að sýna öllum, þá sagðir þú að ég ætti ekki að vera svona montinn. Enginn sannur íþróttamaður er að monta sig af verðlaunum sínum. Þú varst alltaf til í að gefa okkur börnunum súkku- laði eða leyfa okkur að horfa á spólur og voru svörin þín oftast „Þetta er til þess að borða“ eða „Þetta er til þess að horfa á“. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín mikið en þær minningar sem ég á um þig eiga eftir að nýtast mér í framtíðinni. Þú ert einn frá- bærasti einstaklingur sem ég hef kynnst. Þitt barnabam, Kristinn Geir Guðmundsson. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymisteigi, og gæfa var öllum er fengu að kynnast þér. (Ingib. Sig.) í dag kveðjum við bróður okkar, Kristin Pálsson. Það er okkur efst í huga þakklæti til hans, að hann að- eins 24 ára gamall skyldi halda utan um mömmu og systkinahópinn þeg- ar pabbi fórst með Glitfaxa 31. jan- úar 1951. Við vorum 13 systkinin á lífi af 16, tvö elstu systkinin búin að stofna eigin heimili. Jón bróðir ólst upp hjá ömmu og afa á Eskifirði þannig að við vorum 10 systkinin heima, þar af fimm ófermd. Á þeim tíma hefði einhver gefist upp, en með samheldni elstu systkinanna tókst að halda heimili í Þingholti, sem er ómetanlegt. Við systumar höfum oft talað um að það séu viss forréttindi að fá að fæðast inn í svona stóra fjöl- skyldu. Það var oft glatt á hjalla í Þingholti og margs er að minnast. Við systkinin erum samheldin og stöndum saman jafnt í gleði og sorg. Það er okkur ofarlega í huga jóla- boðin hjá Kristni og Dídí hvað þau voru skemmtileg, það var spiluð vist á mörgum borðum. Mikið var gott að leita til þeirra hjóna ef eitthvað bjátaði á, alltaf voru þau tilbúin að hjálpa. Okkur finnst stórt höggvið í systkinahópinn á stuttum tíma því í dag eru þrír mánuðir síðan systir okkar Hulda var jarðsett. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir samfylgdina og þá gæfu að hafa átt þig fyrir bróður. Guð geymi þig um alla eilífð. Innilegar samúðarkveðjur til Dídíar, Magnúsar, Jónu Dóru, Bergs Páls, Birkis og fjölskyldna. Þínar systur, Þórsteina og Emma. Mig langar með nokkrum orðum að minnast frænda míns og vinar Kristins Pálssonar útgerðarmanns og skipstjóra sem lést að morgni 4 októbers í Vestmannaeyjum. Kiistinn frændi var einn af stór- um hópi skipstjórnarmanna úr minni ætt, faðir hans Páll í Þingholti var skipstjóri, einnig bræður og mágar, þannig að við yngri frændurnir úr Þingholtsættini áttum nóg af fyrir- Morgunblaðið/Sigurgeir Kristinn Pálsson með hluta fjölskyldu sinnar. Frá vinstri: Elfa Ágústa Magnúsdóttir, Kristinn Pálsson og eigin- kona hans, Þóra Magnúsdóttir. Þá kemur alnafna hennar, Þóra Magnúsdóttir, Lóa Skarphéðinsdóttir, Héðinn Karl Magnússon, Magnús Berg Magnússon, Ágústa Guðjónsdóttir og Magnús Kristinsson. Kristinn Pálsson í brúnni á Vestmannaey í síðasta skipti. Honum á hægri hönd er Einar Guðlaugsson stýrimaður og á vinstri hönd honum eru Sig- urbjöm Áraason stýrimaður og Birgir Þór Sverrisson skipstjóri. Stjóra ísfélagsins árið 1986. í fremri röð frá vinstri eru Einar Sigurjóns- son, þáverandi forstjóri ísfélagsins, Kristinn Pálsson stjórnarformaður og Emil Andersen, útgerðarmaður Danska Péturs I aftari röð frá vinstri eru Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri Bergs Hugins, Eyjólfur Martinsson, skrifstofustjóri ísfélagsins, og Bergur Elías Guð- jónsson, fyrrverandi útgerðarmaður. myndum hvað framtíðarstarfið varð- aði. Sem smápeyjar eyddum við mörgum stundum niðri á bryggju um borð í bátnum hjá Kristni á Bergi VE og öðrum frændum. Spáðum í aflabrögð, veiðarfæri og gaman var ef karlarnir sýndu okkur á tækin í brúnni en stærstu stundirnar voru fyrir okkur peyjana að fá að fara í róður með þeim sem kom ekki svo ósjaldan fyrir. Vorið 1977, þegar ég var 15 ára gamall, útvegaði Kristinn mér pláss á skipi sínu Vestmannaey VE sem Eyjólfur Pétursson var skipstjóri á og var það upphafið að farsælu sam- starfi mínu við þá feðga Kristin og Magnús sem stendur enn daginn í dag. Var þetta stór stund í lífi ungs manns sem var ráðinn á togara sem hálfdrættingur. Á sama tíma byrjaði á Vestmannaey Bergui- Páll sonur Kristins og vorum við saman á sjó í nokkur ár, þar til Bergur fór sem stýrimaður á Bergey hjá Sverri Gunnlaugssyni, skip sem Kristinn var þá að kaupa. Þegar við Bergur vorum að fara í fyrsta túrinn (veiðiferðina) keyrði Kristinn okkkur til skips eins og oft síðar, á leiðini fræddi hann okkur og gaf góð ráð varðandi sjómennsku og hættu sjávar, ráð sem ég hef enn í dag að leiðarljósi. Seinna þegar við Bergur vorum að spá í að halda út í heim á vit ævintýra og reyna að fá vinnu þá mátti Kristinn ekki heyra minnst á svoleiðis vitleysu, þess í stað dreif hann okkur út á tún upp á Birkihlíð með danska stjömufræði- bók og kenndi okkur að þekkja Pól- stjörnuna, Karlsvagninn og fleiri stjörnumerki. Daginn eftir sótti hann um skólavist fyrii- okkur tvo í Stýrimannaskólanum í Vestmanna- eyjum. Að loknu námi hóf ég aftur störf hjá þeim feðgum við fyrirtæki þeirra Bergur-Huginn ehf. og hef átt far- sælan starfsferil allt til þessa dags. Kristinn var fengsæll skipstjóri sérlega umburðarlyndur og farsæll útgerðarmaður sem hafði hagsmuni kallana sinna í fyrirrúmi og á ég hon- um mikið að þakka. Hvfl þú í friði kæri vinur. Elsku Dídí, Magnús, Jóna Dóra, Bergur Páll , Birkir og aðrir aðstandendur, ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann lifir. Birgir Þór Sverrisson. Eftir því sem maður lifir lengur fjölgar kveðjustundunum. Hægt og rólega hverfa vinirnir á braut, sumir hvfldinni fegnir, aðrir fara of snemma. Og alltaf kemur manni dauðinn svoh'tið á óvart, og þá rifjast upp fyrir manni gengin spor, sem gott er að minnast og svo er einmitt nú er við hjónin kveðjum mág okkar og svila Kristin Pálsson og þökkum honum sérstaka vináttu og samfylgd gegnum árin, sem ávallt bar með sér gleði og ánægju þegar við hittumst og vorum saman. Þóru hans góðu konu, bömum og ættingjum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Hannáttisérdraum djarft að sigla dragaúrægi gullið rauða. Afla ei skorti né hugvit ásiglingaleiðum. Hugsunin skýr helguð manngæsku, gleðigafþeim ervelþekktu, ávalltsvomátu hansmildugageð. Hallar að degi oghöfuðhnígur, harmur er kveðinn í iylgsnum inni. Fáttvareftir, frelsið heft. Sýnafdyggðum enn sveima í okkar minni. Dóra og Sigmundur Andrésson. Ég kynntist Kristni Pálssyni sem ungur maður og hafði nýlega hafið störf hjá samtökum útvegsmanna. Þannig bar við að í byrjun desember- mánaðar árið 1962 fórst bátur frá Vestmannaeyjum, sem hét Bergur VE 44. Var hann á síldveiðum í Faxaflóa. Öll áhöfnin bjargaðist við mjög erfiðar aðstæður. Kristinn Pálsson var skipstjóri og útgerðar- maður bátsins ásamt tengdaföður sínum, Magnúsi Bergssyni, bakara í Vestmannaeyjum. Kristinn kom með áhöfn sína klæðlitla til lands. Var mér falið að fara með áhöfnina í fata- verslun og kaupa föt á allan hópinn. Þar með hófust kynni okkar Krist- ins, sem voru mér til ánægju alla tíð síðan. Eins og hjá svo mörgum skip- stjórum stóð hugur hans til þess að verða útgerðarmaður og það varð hann fyrst í samstarfi við aðra og síð- ar á eigin forsendum með Magnúsi syni sínum. Kristinn var fengsæll skipstjóri og farsæll útgerðarmaður. Eftir að hafa misst skip sitt Berg var annar Berg- ur smíðaður í Noregi og nú 180 rúm- lesta bátur, sem kom til landsins í lok árs 1964. Var hann nú í samstarfi við bróður sinn Sævald. Á þessum árum var smíðaður fjöldi hliðstæðra báta, sem hentuðu vel til þorskveiða á vetrarvertíð, en einkum til síldveiða sem þá var mjög mikil. LÍÚ hafði umboð fyrir norskar skipasmíða- stöðvar á þeim árum og bátur Krist- ins var smíðaður hjá einni þeirra. Hann var því tíður gestur á skrif- stofu samtakanna af þeirri ástæðu. Á þessum bátum var nýtt hin nýja tækni við sfldveiðar að kasta nót frá skipir.u sjálfu, í stað sérstaks nóta- báts. Sfldin var fundin í hafinu með bergmálsmæli í stað þess að menn væru háðir því að sjá hana vaða í yf- irborði sjávar. Nótin var undin innt með kraftblökk í stað þess að dragé hana á höndum. Ki-istinn var mjög opinn fyTÍr nýjungum og var ávallt reiðubúinn að reyna nýja tækni og aðstoða við þróun hennar. Svo brást sfldin og þá þurfti að bregðast við með nýjum hætti. Hann réðst því í það stórvirki að láta smíða skuttogara og nú á fjarlægum slóð- um eða í Japan. Varð nú til fyrirtæk- ið Bergur-Huginn hf., sem í upphafi var stofnað í samstarfi við Guðmund í. Guðmundsson, en hann hvarf síðar frá því og helgaði sig eigin útgerð á loðnubátnum Hugin. Bergur-Hug- inn er starfandi enn í dag undirv stjóm Magnúsar sonar Kristins. Fyrirtækið gerir út frystitogarann Vestmannaey og tvo báta, Smáey og Háey. Kristinn sat lengi í stjóm ísfélags Vestmannaeyja og var formaður stjómar um tíma. Hann hafði mikil afskipti af félagsmálum útvegs- manna. Hann sat í stjórn Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja í 19 ár og var formaður félagsins í sjö ár. Hann sat í stjórn LÍÚ á ámnum 1980 til 1986. Hann rækti það starf af ein- skærri kostgæfni, var tillögugóður og bar hag útgerðarinnar fyrir brjósti og þá sérstaklega útgerðar í sinni heimabyggð. Hann var ljúfur^ og lítillátur í allri framkomu. Kristinn var kvæntur Þóm Magn- úsdóttur hjúkrunarfræðingi, hinni mætustu konu sem fylgdist ávallt vel með atvinnustarfsemi eiginmanns síns og var stoð hans og stytta í hví- vetna. Kristinn missti heilsuna iyrir nokkmm ámm og reyndist Þóra honum þá, sem fyrr, einstakur lífs- förunautur. Við Kristín sendum Þóra, börnum þeirra fjómm og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi lengi lifa minningin um góðan dreng. "s Kristján Ragnarsson. Sumarið 1969 var lítð að gera í Reykjavík. Úti landi var meira um að vera. Mér bauðst að fara til Vestmanna- eyja og vinna hjá ísfélagi Vest- mannaeyja hf. Boðið kom frá mágkonu systur minnar og hennar manni. Ég tók þessu boði fegins hendi og var hjá þessu góða fólki í níu vikur. Vistin hjá þeim Þóm Magnúsdóttur og manni hennar Kristni Pálssyni út- gerðarmanni varð mér lærdómsrík- ari en margir mánuðir í skóla. Nú er enn komið að tímamótum. Kristinn Pálsson er látinn eftirt' margi-a ára heilsuleysi. Með honum er genginn vænn maður og vil ég minnast hans. Lífshlaup Kristins var um margt líkt lífi jafnaldra hans. Lífsbaráttan var háð á sjó. Bömin vora mörg. Kristnn var næstelstur í stórum systkinahópi og hóf hann snemma sjóróðra með fóður sínum, Páli Jón- assyni skipstjóra, þannig að snemma beygðist krókurinn. Páll fórst með flugvélinni Hrímfaxa 31. janúar 1951 frá konu sinni, Þorsteinu Jóhanns- dóttur og 13 börnum, því yngsta að- eins sex ára gömlu. Um langa skólagöngu var sjaldn- ast að ræða hjá ungu fólki á þessum ámm en hugur Kristins hafðfí' hneigst til sjómennsku og því vildi hann afla sér réttinda til skipstjórn- ar. Hann útskrifaðist úr Stýri- mannaskólanum árið 1948. Þáttaskil urðu í lífi Kristins árið 1954 þegar Kristinn og tengdafaðir hans, Magnús Bergsson bakara- meistari, keyptu saman Svíþjóðar- bát, Berg VE 44. Upp frá þvi var Kristinn ávallt kenndur við Berg en fyrir átti Magnús Kap VE 272 ásamt öðmm. Tveim ámm síðar tóku þeir Magnús og Kristinn ásamt eigend- um átta annarra báta þátt í endur-., reisn ísfélags Vestmannaeyja hf. Líf Rristins Pálssonar snerist um skipstjórn, útgerð og þátttöku í stjórn ísfélagsins frá þessum tíma. Auk þess hlóðust á hann trúnaðar- störf fyrir útgerðina og afskipti af fé- lagsmálum. í desember 1962 sökk Bergur SJÁ NÆSTU SÍÐU t
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.