Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 14.10.2000, Síða 70
70 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ISLEIVSKT MAL ALLTAF þykir mér hrynhend- ur háttur jafnskemmtilegur. Hann er stundum nefndur Liljulag eftir drápu Eysteins munks, máttugur og mikilúð- legur. Einna helst er svo að sjá sem menn haíi tengt þar saman formfestu hins ævagamla dróttkvæðis og latnesks sálma- söngs. Utkoman verður sú, að hinn nýi háttur víkur í því einu frá dróttkvæðum hætti, að at- kvæði í braglínu verða 8 í stað 6. Þannig hrynur hátturinn áfram með fjói-um réttum tví- liðum í hverri línu, þunglama- legur, hátíðlegur og staðfastur: stað haldandi í kyrrleiks valdi, svo sem sagði Eysteinn um guð almáttugan nær upphafi Lilju. Sancte sator, suffragator, legunriator, largus dator, etc. sungu menn suður í heimi, eða: Stabat mater dolorosa juxta cracem lacrimosa, og er þarna að vísu endarím sem menn höfðu örsjaldan í ís- lenskri hrynhendu, en látum oss heyra mál feðra vorra: Mikkjáll vegr hvat misgjört þykkir, mannvitsfróðr, ok allt ið góða. Tyggi skiptir síðan seggjum sólarhjálms á dæmistóli, Koma mun tíð, sú er drottinn dæmir drengjaferð, þá er heimslitverða; geysast menn úr gröfum að rísa gný óttandist lúðra dróttins. Eigi munu þá afboð næga, eigi þing né fébýtingar, frændalið eða fegra syndir, frægja sig né aðra rægja. Fyrr var þarna gripið ofan í heimsendislýsingu Arnórs Þórðarsonar jarlaskálds, þar sem hann fræðir menn á því, að Mikael höfuðengill vegi mis- gjörðir og velgjörðir manna (á metaskálum) og drottinn skipti síðan mönnum í hólpna og út- skúfaða. Seinna dæmið er líka dóms- dagslýsing, úr kvæðinu Rósu, sem menn eru ekki alveg vissir um hver orti. Og þarna dugir Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1079. þáttur ekki að senda afboð, múta, leita styrks frænda sinna eða fegra syndir sínar á kostnað annarra. ★ Hlymrekur handan kvað: I fráhald fór Kolbjöm með kroppinn og komst upp á megrunartoppinn. Núvillengin(n)fá’ann alveg ferlegt að sjá ’ann eins og flækingshundsgrey kviðsloppinn. ★ Umsjónarmanni hefur borist bréf sem hér fer á eftir sem svar við bréfi Harðar Kristins- sonar grasafræðings sem birt- ist í þætti 1072 og mér þótti harla gott. Við Hörður erum á öðru máli en bréfritari og telj- um ekki við hæfi að orðið flóra „sé fjölbreytt samsafn tegunda af einhverjum en að öðru leyti samstæðum hóp.“ Sjálfsagt þykir mér að birta bréfið sem hér fer á eftir, því, að þáttur þessi hefur frá önd- verðu verið vettvangur skoðana og umræðu fremur en dómstóll. Æðsti dómstóll um íslenskt mál er þjóðin öll. Þá kemur bréfið: „Agæti Gísli. I 1072. þætti í Morgunblað- inu, 26. ágúst sl., er fjallað um orðið flóra og mælt móti „meintri“ misnotkun þess. Vissulega hefur orðið hefð- bundna merkingu um samsafn plantna af mismunandi tegund- um. í munni flestra má þó sleppa „plantna", þ.e. ef sagt er „breið flóra...“ er átt við að þar sé fjölbreytt samsafn tegunda af einhverjum tilgreindum en að öðru leyti samstæðum hóp. Þróun tungumáls felur m.a. í sér breytta merkingu orða. Undir þetta tel ég að felist notkun orðsins „flóru“ í breyttri merkingu. Strang- trúarmönnum um málvernd finnst sjálfsagt eðlilegt að snúa út úr þessu og segja að „bfla- flóra“ tákni jurtir sem vaxi á bílum, o.s.frv. en fyrir okkur hin er meiningin augljós og orðalagið ágætt!! Ég get ekki fundið neitt einstakt orð sem segir það sama, í þessu tilfelli að um samsafn margra eða fárra bflategunda sé að ræða. „Bílaflóran var fjölbreytt“ er síst verra en „Margar tegundir bíla voru þar“, reyndar mun áferðarfallegra að mér finnst! Sem sagt - Ég styð notkun orðsins „flóra“ í breyttri og breikkaðri merkingu og hef trú á að sú notkun muni lifa og þróast! Með þökk fyrir ágæta þætti. Ragnar Eiríksson.“ Ég býð Herði Kristinssyni rúm til að svara þessu, ef hon- um þykir ástæða til. ★ Orð eru sífellt að breyta um merkingu, og við sem eldri er- um, gerum okkur ekki alltaf grein fyrir því, að ungt fólk hef- ur orð í annarri merkingu en okkur er tamast. Ágætt þýðir ekki lengur framúrskarandi gott, heldur þokkalegt eða við- unandi. Ég varð því á síðustu kennsluárum mínum að skrifa á úrlausnarblöð: Ágætt í óblikn- aðri merkingu. Annað dæmi er frakkur, sem við notum í merk- ingu frekur, en yngsta kynslóð- in notar ekki síður í merking- unni flottur, fínn, og þá rifjast upp fyrir mér að í sænskum mállýskum merki frakk = dug- legur, góður. ★ Það var að kvöldi dags um miðjan vetur í versta veðri. Pósturinn var kominn að sunn- an yfir sjö fjöll og hafði legið úti. Fóstri minn bjó svo vel, að hann gat gefið honum hof- mannsdropa út í kaffíð, og brátt voru allir komnir í sólskins- skap. Þá heyrði ég af póstsins vörum þetta undarlega orð „menning". Ekki veit ég, í hvaða sambandi hann notaði þetta undarlega orð, og vissi ekki, hvað það þýddi, og sá eng- in önnur úrræði en að spyrja fóstru mína, sem allan vanda gat leyst. Gamla konan hugsaði sig um litla stund og mælti svo: „Það er rímorð. Það er rímorð, drengur minn, sem þeir nota fyrir sunnan til þess að ríma á móti þrenningunni. Þrenning, menning, - og þar hefur þú það.“ (Steinn Steinarr 1951.) Friður og hagsæld FJÓRTÁNDI októ- ber er alþjóðlegi staðladagurinn. Þrenn alþjóðasamtök standa að deginum; Alþjóða staðlasamtökin ISO, Alþjóða raftækniráðið IEC og Alþjóða fjar- skiptasambandið ITU. í ár er dagurinn til- einkaður friði og hag- sæld, og aðildarlönd samtakanna reyna hvert með sínum hætti að benda á mik- ilvægi alþjóðlegra staðla. Mest fyrir flesta Veröld okkar er í hraðri þróun. Örar breytingar eru hvert sem lit- ið er, á sviði tækni, efnahagsmála og alþjóðlegra samskipta. Þörf Stadladagurinn Alþjóðlegir staðlar, segir Guðrún Rögn- valdardóttir, eru Guðrún Rögnvaldardóttir þróaðir í lýðræðislegu samstarfi. okkar fyrir öryggi og jafnvægi er þó óbreytt. Þótt mannskepnan sé óstöðvandi við að skapa, kanna og þróa leitar hún líka eftir stöðug- leika, friði og hagsæld. Eigi þetta ekki að leiða til mótsagnar þarf skýrar leikreglur og sameiginleg viðmið. Vísindamenn styðjast til dæmis við siðareglur sem þeir hafa orðið ásáttir um að hafa í heiðri í starfi sínu. Einhvers konar viðmið eru í raun notuð á öllum sviðum mannlífsins, ekki síst í at- vinnulífinu; viðskiptum, tækni og iðnaði. Viðmiðin á þeim sviðum eru gjarnan alþjóðlegir staðlar. Þeir eru til orðnir í samstarfi hags- munaaðila innan alþjóðlegu staðla- samtakanna ISO, IEC og ITU. Alþjóðlegir staðlar eru til frjálsra afnota. Þeir eru búnir til, samþykktir og notaðir af einstakl- ingum og fyrirtækjum, samtökum, stjórnvöldum og hagsmunahópum. Alþjóðlegir staðlar eru þróaðir í ÆorpsNií Iðnbúð 1,210Garðabæ sími 565 8060 Collection lýðræðislegu sam- starfi allra sem áhuga hafa á að taka þátt í gerð þeirra. Ávallt er haft að markmiði að staðlarnir komi sem flestum að sem mestu gagni. Eins og heimilisstörfin? Alþjóðlegir staðlar eru misjafnlega sýni- legir á sviðum mann- lífsins og birtast í mismunandi myndum. I daglegu lífi reiðum við okkur þó öll á staðla, oftast án þess að hafa hugmynd um það; þegar við eigum í samskiptum gegnum síma eða tölvur; þegar við kaupum vöru sem við treystum að uppfylli kröfur um öryggi; þegar við setj- um bréf í póst eða kaupum þjón- ustu af ýmsu tagi. Alls staðar koma við sögu staðlar sem við veitum yfirleitt enga eftirtekt en létta okkur samt lífið og bæta lífs- kjör okkar. Sumir segja að staðlar séu eins og heimilisstörfin - eng- inn tekur eftir því ef þau eru vel unnin, en allir verða varir við það ef þeim er ekki sinnt. Staðlar gegna mikilvægu hlut- verki í heimsviðskiptum. Sann- gjarn og öflugur heimsmarkaður - viðskipti milli þjóða - byggist að verulegu leyti á stöðlum og því að ríki heims taki upp og styðjist við alþjóðlega staðla. Staðall er fyrst og fremst samkomulag milli manna. Án samkomulags um grundvallarviðmið verður enginn friður og án friðar verður engin varanleg hagsæld. Alþjóðlegir staðlar eru mikilvæg tæki til að gera mönnum kleift að njóta hvors tveggja. Persónuvernd Aðildarlönd alþjóðasamtakanna halda upp á staðladaginn hvert með sínum hætti. Staðlaráð Is- lands hefur kosið að beina athygl- inni að staðlamálum sem tengjast innleiðingu tilskipunar ESB um persónuvernd og meðferð persónu- upplýsinga í íslensk lög síðastliðið vor. Þar eru á ferð mikil tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki og íslenska stjórnsýslu. Staðlaráð íslands og Skýrslutæknifélag íslands hafa því boðað til ráðstefnu fimmtudaginn 19. október til að fjalla um megin- kröfurnar í tilskipuninni, væntan- leg áhrif hennar á starfsemi og rekstur fyrirtækja og stofnana innan evrópska efnahagssvæðisins og viðskipti á alþjóðamarkaði. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs fslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.