Morgunblaðið - 14.10.2000, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 14.10.2000, Qupperneq 86
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Lúðrasveitin Thorshov skoles musikkorps Morgunblaðið/Kristinn Harry Kvebæk (annar frá vinstri) ásamt vinafólki. Blásið til sigurs Fyrrverandi meðlimur í lúðrasveit norska hersins, Erik nokkur Kvebæk, þykir hafa náð undraverðum árangri með þroskaheftu ______fólki í gegnum tónlistarnám.__ Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við bróður hans, Harry, sem staddur var hér á landi fyrir stuttu ásamt lúðrasveitinni sem þessir hljóðfæraleikarar skipa. LÚÐRASVEITIN var stödd hér á landi dagana 27. september til 4. október í boði Fullorðinsfræðslu fatlaðra og hélt hún m.a. hljómleika með danssveitinni Plútó í Ráðhúsi Reykjavíkur en sú sveit er starf- rækt á vegum Fullorðinsfræðslunn- ar. Með sveitinni var, eins og áður segir, Harry Kvebæk, virtur tónlist- arprófessor sem starfar sem aðstoð- arstjórnandi sveitarinnar. Bróðir minn Erik Hairy segir rætur sveitarinnar liggja í Thorsov-skólanum í Ósló. Mikil hefð sé fyrir lúðrasveitum í Noregi og þeim sé það mikið keppi- kefli að fá að ganga í skrúðgöngunni á þjóðhátíðardegi Noregs hinn 17. maí. „Um 1971 sótti nemandi minn um stöðu hljómsveitarsstjóra við skólann og fékk. Bróðir minn Erik, sem er tíu árum yngri en ég, tók svo við af honum þremur árum seinna og hefur verið aðalstjórnandi þess- arar sveitar síðan. Ekki er vitað til að áður hafí verið stofnuð lúðrasveit, einungis skipuð þroskaheftu fólki.“ Hann segir að snemma hafi komið í ljós að Erik byggi yfír einstöku lagi á þroskaheftum börnum og hefur reynst þrautgóður á raunastund þessi tæpu þrjátíu ár sem hann hef- ur starfað með sveitinni. „Dæmi þessu til stuðnings er saga af stúlku sem spilar með sveitinni í dag en hún sá hana marsera á sínum tíma og kom í kjölfarið á æfingu. Par var horn sett í hendurnar á henni og hún tók það, faðmaði það að sér og hélt fast. Það tók hins vegar mörg ár að fá hana til að þora að blása í það. Samt fékk hún að koma einu sinni í viku og það varð til þess að hún fór að koma út úr skelinni. Hún talaði t.d. ekki á þessum tíma en gerir það í dag. Hún er enn hrædd við að gera eitthvað nýtt en lætur sig samt hafa það.“ Mikilvægt að fclagsskapurinn haldist Harry segir að krakkarnir hætti í skólanum 18 ára gamlir en það hafi ekki stoppað þá í því að mæta áfram á lúðrasveitaræfingar. „Þetta varð til þess að það var stofnuð sérstök sveit fyrir þessa fyrrverandi nem- endur,“ segir Harry. „Eg tel nefni- lega mikilvægt að þetta félagslega umhverfi sé til staðar því að slæmt væri ef þetta fólk væri dreift út um allan bæ og hefði ekki tækifæri til að hittast. Það er nefnilega svo að það er hætt við að þroskaheftir krakkar leiðist út í slæman félagsskap, óreglu o.s.frv. þegar þeir nálgast tvítugt þar sem þeir ráða oft ekki fyllilega við þetta stóra samfélag. Hins vegar hafa þeir sem hafa verið hluti af þessu samfélagi sem er í kringum lúðrasveitina staðið sig mjög vel félagslega, svona í heildina. Þau gæta vel hvert annars og hafa myndað með sér sterkt samfélag." Foreldrarnir oft útslitnir Harry segir það merkilega stað- reynd að þau hafa myndað þetta samfélag sjálf. „Þetta eru þeirra samskipti og þegar það verður hlé (á æfingum) þá er það ekki fullorðna fólkið, aðstoðarfólkið sem þau leita til heldur hvert til annars. Mér finnst mjög mikilvægt að þau fái að hafa þetta tækifæri, að koma saman einu sinni til tvisvar í viku, að þau tilheyri eigin samfélagi og komi fram á sínum eigin forsendum," seg- ir Harry ákveðinn. Einnig segist hann hafa áhyggjur af því að öll vinna og fjársafnanir hvíla á herðum foreldranna en margir þeirra eru orðnir útslitnir og þreyttir, losna í raun aldrei undan þessu foreldra- hlutverki þrátt fyrir að börnin séu orðin fullorðin. Að kenna börnunum Erik var beðinn um að kenna þessa uppeldis- og kennslufræði sem hann beitir sem stjórnandi lúðrasveitarinnar, en hún er í raun óeiginleg, þetta er aðferð sem hann hefur fundið upp hjá sjálfum sér. Hann treysti sér hins vegar ekki til að skrifa bókina sjálfur. „Ég fór því að spyrja bróður minn út í hvernig þessum aðferðum hans væri hátt- að,“ segir Harry. „Einnig kom að þessu stjórnandi úr lúðrasveit hers- ins sem hefur starfað við umritun og einföldun tónverka fyrir sveitina. Upp úr þessu var síðan bókin „Vel Blást" skrifuð." Lúðrasveitin hefur spilað með at- vinnulúðrasveitum og í þeim tilfell- um hafa þær þurft að læra merkja- kerfi Thorshov-sveitarinnar. Harry lýsir að lokum nokkrum atriðum þessarar sérstöku kennslufræðar. „Nóturnar eru settar fram á myndrænan hátt og þótt þau geti ekki lesið geta þau lært að þekkja merkin og þannig læra þau tónskal- ann. Einnig hafa verið þróaðar sér- stakar aðferðir til að kenna þeim tónalengdir og að skipta um grip er flakkað er á milli tóna. Sum ná meira að segja að læra nótnalestur upp úr þessum ein- földunum og þau hafa hjálpað hinum áfram og studd þau í þeirra námi.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.