Skírnir - 02.01.1849, Side 34
tnanns, og heiintu þeir hann úr dýflissunní. þá er
velja skyldi forseta, mundi þessi llokkur gjarna vilja
koma einhverjum sinna kumpána á framfæri.
Kosningar fóru fram 17. dag í nóvember mánubí
og alstabar meb kyrrí) og spekt. Níu þúsundir þús-
unda eru kjósendur áFrakklandi; af þeim tóku aí) eins
7 þúsundir þúsunda og 300 þúsundir þátt í kosn-
ingum; kusu ó þúsundir þúsunda og 400 þúsund
Napoleon; Cavaignac fjekk eigi meira enn rúman
fjórfca part atkvæba vib Napoleon, og varb svo Na-
poleon forseti. Ollum kemur saman um þab, ab all-
ur þorri manna kysi hann einungis fyrir sakir nafns-
ins. Sameignarmenn urbu eigi ásáttir, hvern .þeir
skyldu kjósa, en fyrir því ab þeir hötubust vib Ca-
vaignac, þótti þeim skárra af tvennu illu ab kjósa
Napoleon. |>á segja menn og, ab á Frakklandi sje
flokkur sá, og eigi fámennur, er gjarna myndi vilja,
ab allt væri komib í hib fyrra horf, ábur Lobvík
Philip stökk úr landi, og þyki ab konungdómurinn
sje í rauninni Frakklandi heilladrjúgastur; þessir
kusu og Napoleon í þeirri von, ab úr honum kynni,
þegar fram libn stundir, ab verba konungur eba keis-
ari. þab munu og eigi ýkjur, ab margir af þeim, er
hollastir höfbu verib stjórn þeirri, er sat ab völdum
ábur Cavaignac tók vib, gátu eigi gleymt því, ab
hann hafbi orbib til þess ab rísa þar, sem vinir þeirra
urbu ab falla. þessir kusu og Napoleon, er þeir
sáu, ab eigi mundi stoba ab koma vinum sínum
aptur á framfæri. þannig studdi allt kosningu Nap-
oleons, en var gegn Cavaignac.
20. dag nóvembers mánabar gjörbi forseti þings-