Skírnir - 02.01.1849, Side 116
116
sjeu eigi þess efnis, sem gagnstætt er elleftu grein í
þessum sáttmála.
8) BæSi Dana konungur og Prússa konungur
getur kosiB mann fyrir sig, og hafa hann í hertoga-
dæmunum til þess, aö líta eptir a& sáttmála þessa
sje trúlega gætt og lög þau vandlega haldin, sem
sett eru til aí) vernda þjó&erni Dana og þjóbverja í
hertogadæmunum.
9) A meSan vopnahljeS stendur, skal hertoga-
dæminu Láenborg stýrt af nefnd manna fyrir hönd
Dana konungs, á sama hátt sem ákveöiö er í 7. grein.
Dana konungur skal kjósa einn mann í þessa
nefnd, Prússa konungur skal kjósa annan, en hinn
þriöja, sem hafa skal forsæti í nefndinni, kjósa þeir
báðir.
10) Hlutaöeigendur hafa ásett sjer, aö biöja hina
ensku stjórn, aí> sjá um aö skilmálar þeir, sem sátt-
máli þessi til tekur, verfci vandlega haldnir af hvoru-
tveggjum. ^
11) AkvarÖanir ]>ær, sem í þessum sáttmála eru
gjöröar, skulu eigi á nokkurn hátt binda friðarskil-
málann síöan; og ekki heldur á þær svo aö skilja,
aö Dana konungur eÖa hiÖ þýzka samband meö þeim
hali sleppt kröfum þeim eöa rjetti, sem þeir hingaö
til hafa gjört.
12) Sáttmáli þessi skal staöfestur áöur átta
dagar sjeu liönir.
Samningur þessi var staöfestur af hvorutveggju
hlutaöeigendum í Lybek 3. dag í september mán-
uöi. Auk þessa aöalsarnnings voru líka gjöröir
samningar um þaö, hverja kjósa skyldi í hina nýju
stjórnarnefnd, og um þaö, aÖ til þeirra laga, sem