Skírnir - 01.01.1877, Blaðsíða 37
AUSTRÆNA MÁLIÐ.
37
stanra í hönd og börðu líkin eBa mennina í andarslitrunum, sem
upp höfSu veriS festir. Sem dæmi um, hvernig Tyrkir hafa
vandaS atferli sitt viS daubadómana, segir frjettaritarinn frá,' að
fyrir utan Sofiu, kastalaborg er svo heitir, voru eitt sinn hengdir 8
sakamenn, en á eptir aftökuna uppgötvaðist, að einn miSinn —
sem áður er um talað — bafSi verið festur á annan mann í
varShaldinu, enn þab nafn átti, sem á honum stóS. }>essi litla
yfirsjón var bætt meS því, aS dæma þann af lífi, sem aftekinn
var, en hengja hinn sem skjótast mátti.
}>aS var konsóll Bandaríkjanna í Vesturálfu, Schuyler að
nafni, sem varS fyrstur til aS gera rannsóknir um meSferS Tyrkja
á kristnum mönnum á Bolgaralandi. Sumar sögur hans eru svo
hörmulegar og andstyggilegar, sem hugsazt getur. Ein af þeim
var sögn ungrar stúlku, sem konsúlnum tókst aS koma í skjól
sitt, en aS því verSur vart orSum komiS, sem hún hafSi hlotiS
aS þola og fleiri stúlkur ásamt henni, og um þaS má meS sanni
segja, aS hún hafi komizt heldur í djöfla hendur enn manna.
þegar þessar sögur komu i blöS Englendinga, fannst öllum mikiS
um, sem von var, og Derby jarl skrifaSi sem skjótast til erind-
rekans (Elliots) í MiklagarSi, aS gera þegar gangskör aS sömu
rannsóknum, og var þá Baring sendur, sem fyr er getið. Skýrsla
hans er afarlöng, og er þar sumt af því til fært, sem hjer aS
framan er haft eptir annara sögnum. Baring hefir viljaS hafa
sem sannastar sögur til alls og varast allar ýkjur, og vjer skulum
nú geta ýmissa atburSa úr skýrslu hans, því þeir gera þaS senni-
legra, sem sagt er aS framan. Hann segist ekki hafa fengiS
neina vissu um, aS meyjar hafi veriS seldar mansali, en þaS
hermir hann sem sannfrjett, aS Basji-Bosúkar og Tsjerkessar hafi
haft á burt meS sjer fjölda af ungum konum og stúlkum úr þorp-
unum sem þeir ræntu og brendu, og sett þær í kvennabúr sín.
Eptir atfarirnar ljótu í Batak (bæ á Bolgaralandi), sem brátt
skal getiS, hafi þeir sent 80 ungar konur og meyjar til ýmissa
tyrkneskra bæja, og skyldu þær þar bíða heimkomu þeirra. Flestar
sagnir og meSkenningar höfSu Tyrkir út úr fólkinu meS pynting-
um. Baring talaSi viS ýmsa, sem höfSu orSiö fyrir þessari meS-
ferS, og einn prestur sagSist hafa orSiS aS bjarga lífi sínu meS