Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 2

Skírnir - 01.08.1907, Page 2
194 Stephan G. Stephansson. Eg gæti sannað þetta með ljósutn rökurn, ef eg tæki mig til og ritaði um það langt mál. En þó læt eg það' nú vera ógert. En eg ætla að gera annað: Eg ætla að vekja athygli manna á því skáldinu okkar, sem mest lætur til sín taka frumleg yrkisefni og storma Verðandi vorrar = tímans, sem ver lifum á. Þess skálds er sjaldan getið, enda er það og heldur lítið kunnugt hérna megin hafsins. Eg á við Stephan G. Stephansson, skáldmæringinn vestræna, sem situr vestur við Klettafjöllin í Vesturheimi. Þar býr hann á jörð sinni og erfiðar fyrir lífi sínu og sinna. Hann heíir verið ómegðarmaður, á 7 börn og eru þau nú komin á legg, sum alveg en sum áleiðis. Hann er fæddur í fátækt, að því er kalla má, og al- inn upp í umkomuleysi íslenzkrar einangrunar, eins og gerist. Hann fær litla tilsögn, nema þá, sem bækurnar hvísla að honum inni í afdölunum. Hann fer alfari til Vesturheims, þegar hann er á tvítugsaldrinum, ásamt heit- mey sinni. Heyrt hefi eg, að hann hafi örvænt um at- vinnuvegi sína og bjargráð í föðurlandi sínu og farið þess vegna. Meðan hann beið skipsins við höfnina, þess er flytja skyldi fólkið yfir hafið, sat hann við óminniselfma og hleypti suðunni í blóðið, sem ólgaði þó áður af sjálfs- dáðum. Stephan fiuttist vestur þjóðhátíðarárið, eða þar um bil. Þá voru hillingar í hugum manna og augum. Ann- ars vegar hilti fornöldina í þúsundára-Ijósbroti sögunnar. Þær hillingar koma í ljós í kvæðum þjóðhátíðarskáldanna og í Fjallkonumynd Gröndals. En hins vegar hefjast þá útflutningar þjóðarinnar vestur um haf. Stephan segir um landa sína í því efni: ». . . Við hafið þeir dreymandi stóðu, er sól hnó að viði í vestrinu lágt í vorkvöldsins blárökkurmóðu«. Sveitadrengurinn fer nú með heitmey sinni yfir hafið og blárökkurmóðuna. Hann hefir verið fjármaður heima, en nú gerist hann daglaunamaður við skurðagröft, akur-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.