Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 18

Skírnir - 01.08.1907, Page 18
Jafnaðarstefnan. Langar aldir eru liðnar, síðan er brydda tók á efa- semdum meðal mannanna um ágæti þjóðfélagsskipunar þeirrar, er siðaðar þjóðir hafa búið við og enn búa við. Kjör mannanna eru og hafa ávalt verið í meira lagi misjöfn. Til eru þeir, sem eiga sér ekki málungi matar — en aðrir sem lifa í »vellystingum praktuglega« og hafa af því einu áhyggjur, hvernig þeir eigi að eyða fjár- ógrynnum sínum. Örbirgðin er og hefir æ verið ógnar- forað, sem krept hefir allmikinn hluta mannkynsins í eymd og volæði, dregið dug og kjark úr mönnum, gert þá að afturkreistingum eða suma að bófum og glæpa- mönnum. Drykkjuskapur og fúllifnaður eru og oft skil- getin börn örbirgðar. Er þetta sízt ný bóla, heldur er reynslan í þessu efni æfagömul. Djúpsæismenn fornir og nýir liafa spreytt sig á að' finna ræturnar að þessu ömurlega, ástandi. Sú hefir nið- urstaðan orðið fyrir flestum, að meinið mundi stafa frá búningi þeim, er þjóðfélögin haf sniðið sér: frá þjóðfélags- skipuninni með hennar lögum, siðvenjum og rétti. Henni yrði að snúa í annað horf, ef mannkyninu ætti vel að vegna. Sumir liafa viljað skrýða þjóðfélagið í flunkunýjan fatnað; aðrir ætlað hægt að blessast við gamla fatið, ef góðar fengjust á það bæturnar. Versti gallinn á þjóðfélagsbúningnum, átumein þjóð- líkamans og frumkvæði flærðanna, hefir talinn verið einstaklingseignarétturinn og einkaeign-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.