Skírnir - 01.08.1907, Page 20
212
Jafnaðarstefnan.
legt: konur, börn og f jármunir, a ð barnauppeldi verði
ríkismál o. fl. Plató vill láta í hvívetna meta ríkið, þjóð-
félagsheildina, meira en einstaklinginn. Henni beri hon-
um að lúta í hvívetna. Frá sjónarhóli vorra tima, virð-
ist Plató yfirleitt gera nokkuð lítið úr manngildi einstakl-
inganna. Hann gerir þá í raun og veru að skynlausum
verkfærum í hendi ríkisins og telur ríkið vera »lokaða
heild, er hafi tilgang sinn fólginn í sér sjálfu«.
Nokkuð sviplíkt ástandinu á Grikklandi um daga
Platós var ástandið á Bretlandi á 16. öld, á ríkisstjórnar-
árum Hinriks 8. Ohemju-auðsafn á aðra hönd, en ömur-
leg örbirgð á hina, svo að til stórvandræða horfði, því
að gremjan meðal alþýðu var svo rík orðin, að við mátti
búast, að þá og þegar slægi öllu í bál og brand. En þá
reis upp maður, ekki úr hóp öreiganna, heldur einhver
mesti höfðingi landsins, kanzlari sjálfs konungsins, T ó m a s
Morus, — og geristtalsmaður öreiganna. Tómas Morus
var orðlagður stjórnvitringur um alla Norðurálfu, svo að
nærri má geta, að dómar hans og nýmæli þau, er hann
flutti, þættu tíðindum sæta.
Tómas Morus telur eigi á tvennu leika um það, að
vandræðin og misskiftingin á mannanna kjörum eigi rót
sína að rekja til þjóðfélagsskipunarinnar, og að mestur
vargur í véum sé einkaeignin. Rit hans um þau efni er alt í
samræðum, eins og Gylfaginning. Spurull ferðalangur
hittir á förnum vegi vitringinn Raphael og fær fræðslu
hjá honum. Raphael tætir í sundur félagsskipun samtíð-
ar sinnar og fræðir svo ferðalang á, hvernig ríkisskipun-
in eigi að vera að réttu lagi. Hann hugsar sér ey eina
á suðurhnetti jarðar, þar sem fyrirmyndarríki er á stofn
sett. Eyin heitir Útopía (það er grískt orð, sem þýðir
»hvergi«) og ber rit höf. nafn af eynni. Þar eru 54 borg-
ir og hafast 6000 fjölskyldur við í hverri borg. E i n k a-
eign er þar óþekt hugtak.
Aðalboðorðin eru svo þessi: Framleiðsla öll á að
fara fram í íélagi; afneyzla öll sé og sameiginleg. Fram-
leiddum afurðum skal safna í stóreflis-ríkisforðabúr. Hver