Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 23

Skírnir - 01.08.1907, Side 23
J afnaðarstefnan. 215 Hvað er einkaeign? Og hann svarar sjálf'um sér: Einkaeign er þjófnaður. Þriðja frakkneska rithöfundinn frá þessum tímum, verð eg að drepa á, ákafan fjandmann þeirrar félagsskip- unar, er nú höfum vér, ekki síður en Rousseau og Proud- hon. Það er S a i n t-S i m o n greifi. Hann var maður kynstór og auðugur, en misti aleigu sína í stjórnarbylt- ingunni miklu og lifði eftir það við mjög breytileg kjör. Maðurinn var ör í lund og ör á fé, ef hann hafði nokk- uð milli handa, og hélzt því lítt á því. Hann lézt árið 1825 með þau orð á vörunum, að ef koma ætti einhverju í framkvæmd í lifinu, þyrfti framar öllu öðru eldlegan áhuga, og brýndi fyrir lærisveinum sínum að gæta þess gimsteins vel. Saint-Simon var hugsjónamaður mikill og eldheitur frelsisvinur ekki einungis í orði, heldur einnig á borði. Það lét hann á sannast, er hann gerðist sjálf- boðaliði í frelsishernaði Bandaríkjamanna. En er hann var heim kominn úr þeim fræga leiðangri, fór hann að gefa sig við heimspeki og sagnfræðum, en einkum þó að þjóðmegunarvísindum og hagfræði. Hann ritaði allmarg- ar bækur um þau efni og er oft nokkuð óhlifinn í garð höfðingja og allsósmeykur við að segja löndum sínurn til syndanna, hvort sem háir eða lágir eiga i hlut. Hvort myndi Frakkland missa meira í, spyr S-S. i einu riti sínu, ef lagðir væru á höggstokk 3000 æðstu menn ríkisins, þ. e. konungsættin, hirðin, kennimannahöfðingjar o. s. frv., eða 3000 helztu vísindamenn, iðnaðarmenn og verkamenn? Hann svarar, að vafalaust mætti konungsættin og allur slóðinn aftan í henni miklu fremur missa sig. Þetta, þótti sú goðgá í þá daga, að Saint-Simon var dreginn fyrir lög og dóm. Saint-Simon þótti líta mikið á sig. Þegar hann frétti, að hin nafnfræga Md. Stael hefði mist mann sinn, skildi S-S. óðara við konu sína og tók sér ferð á hendur til Sviss, þar sem Md. Stael hafðist þá við, og hóf bónorð sitt til hennar með þeim orðum, að þau mættu til að geta sér

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.