Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 29

Skírnir - 01.08.1907, Side 29
J afnaðarstefnan. 221 kostum og kynjum; en of langt mál yrði að fara að lýsa J)ví frekara. Þá eru taldir allir helztu forfeður jafnaðarstefn- unnar á vorum tímum. Tvent er það aðallega, er einkennir þá alla. I fyrsta lagi mikil og barnaleg trú á siðgæðisanda og réttlætistil- finning lýðsins. Þeir hyggja, að ekki þurfi annað en að leiða lýðnum fvrir sjónir, hvernig haga eigi þjóðfélags- skipuninni, svo að hún verði öllum hagkvæm, og muni þá allir óðara boðnir og búnir til að leggja í sölurnar fé og krafta til að koma henni í framkvæmd. T. d. segir sagan, að Fourier hafi haldið sig heima á hverjum degi frá 12—1, og auglýst, að á þeim tíma ta>ki hann á móti höfðingjum þeim og auðmönnum, er stuðla vildu að hinni nýju þjóðfélagsskipun hans. Fourier varð auðvitað að biða til dauðadags. Enginn kom. Það annað eiga þeir sammerkt, að þá skortir skiln- ing eða þekking á allri framþróun. Þeir ímynda sér, að leystur sé allur vandi, takmarkinu fullkomlega náð, þegar þjóðfélagsskipunin er komin í það horf, er þeir hafa bent .á. Ur því þurfi engra breytinga, heldur geti þjóðfélagið þá staðið í stað. Þeir hafa með öðrum orðum alls enga nasasjón af íramþróunarlögmálinu. En frá dagsbrún 19. aldarinnar ryðst framþróunar- lögmálið til valda fyrir munn Hegels, Agústs Comte og Danvins. Jafnaðarmenn henda kenningar framþróunar- postulanna á lofti. Þar hefst nýtt tímabil í sögu jafnaðar- manna. Þar með er grundvöllurinn lagður undir jafnað- .arstefnuna, eins og hún lítur út á vorum tímum. Maðurinn, sem mestan hlut átti að því og er því rétt- nefndur faðir og höfundur jafnaðarstefnu vorrar aldar, var Þjóðverjinn K a r 1 M a r x. Karl Marx fæddist 1818. Hann var Gyðingur að ætt •og uppruna. Um tvítugt fór hann til háskólans í Bonn •og nam þar sagnafræði og heimspeki. Hann ætlaði sér .að verða háskólakennari. Um þær mundir fór mikil og •öflug frelsishreyfing hröðum fetum yfir Þýzkaland og fór

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.