Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 32

Skírnir - 01.08.1907, Page 32
224 Jafnaðarstefnan. lítið kaup, að kjör þeirra verða svo aum, að engri átt nær. í stað sjálfstæðra iðnaðarmanna eru nú komnir ósjálf- stæðir verksmiðjuþrælar. Þá er vélarnar héldu innreið sína, leiddi af því atvinnuleysi manna svo miljónum skifti, og í hvert sinn, sem umbætur eru gerðar á vélunum, svo að þær geta unnið betur og meira, verða fleiri og fleiri atvinnulausir. Allur þessi atvinnuleysingjaher verður svo nokkurs konar varaliðsfiokkur, sem atvinnuveitendur leita ætíð til, ef þeirra eigin verkamenn fara að verða kröfu- frekari en þeim þykir góðu hófi gegna. Þegar gott er í ári, framleiðsluþörfm mikil og þar af leiðandi vaxandi eftir- spurn eftir vinnukrafti, mætti ætla, að verkkaupið hækk- aði. Sú er þó eigi raunin. Það reynist óþarfi fyrir vinnuveitanda að bjóða hærra kaup, svo sem vera ætti. Varaliðsmennirnir vinnulausu eru ávalt til taks. Þessi vinnuleysingjaher — »der industrielle Reservearmé« — liggur eins og farg á verkkaupinu og gerir mest vand- kvæði á að bæta kjör verkamanna. Þetta er ein hliðin á ástandinu nú. Önnur er sú, að þar sem stóriðnaðurinn er seztur að, •eru afurðir framleiddar og framleiddar í blindni. Hver verksmiðjueigandi hugsar einungis um að nota til fulls vinnuvélar sínar og vinnukraft sem mest og bezt hann getur, og hefir enga hugmynd um, hvað allsherjarfram- leiðslunni líður, hvort þörf manna krefst þessarar miklu mergðar af afurðum. Samkepnin flóir út yflr alla barma. Hverjar verða svo afleiðingarnar? Þegar minst varir, reynist framleiðslan alt of mikil. Afurðirnar seljast ekki. Verksmiðjurnar sitja uppi með þær, og svo lýkur, að þær verða gjaldþrota að minsta kosti hinar veigaminni. Verkamenn missa vinnuna og kjör þeirra versna um allan helming. Ur þessu verður kreppa á alla bóga (krise). Þessi vandræði-'-eru engum' einstak- ling um að kenna, ekki lieldur ríkinu eða þjóðfélags- ;Stjórnunum. Nei, — frjálsa samkepnin marglofaða er það, :sem öllu bölinu veldur. Meðan hún ræður lögum og lof- «m, hlýtur rás viðburðanna að leiða til of mikillar fram-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.