Skírnir - 01.08.1907, Side 33
J af naðarstefnan.
125
leiðslu og þeirra vandræða, er hana elta, yaniræða, sem
■ekki bitna einungis á verkamanninum, heldur líka á verk-
rsmiðjueigendunum, hinum smærri. »Ranglætið, ranglætið,
rær við gættir mínar«, má stóriðnaðurinn kveða. í slóða
hans fylgjast að forynjur tvær: vinnuleysisherinn
■og v e r k s m i ð j u g j a 1 d þ r o t. Gjaldþrotin valda því,
að vinnan verður völt, vinnuleysisherinn telur verkkaup-
inn við heljarþröm hungurmorðs.
Ef réttlæti sæti í öndvegi ætti að miða verkkaup
■eingöngu við verðmæti þeirra afurða, er verkamenn fram-
leiða. Það, sem afurðum gefur gildi í kaupum og sölum,
það, sem skapar viðskiftaverð allra hluta er einungis sá
mannlegur vinnukraftur, sem til þeirra
«r v a r i ð. Enginn hlutur fær neitt viðskiftalegt gildi
fyr en mannlegur vinnukraftur hefir verið í hann lagður.
Vér greiðum ekki gjald fyrir vatnið, sem vér tökum úr
lindinni. En vér k a u p u m vatnið, sem komið er heim
í húsin til vor, þ. e. kaupum þann vinnukraft, er varið
hefir verið til að kom því heim til vor. Það eru því
verkamennirnir, segir Karl Marx, sem með sinni vinnu
skapa virði allra hluta, og það verð, sem fyrir hlutina
fæst, ætti því að réttu lagi að renna i þeirra vasa. En
því fer fjarri! Verksmiðjueigendur láta greipar sópa um
miklu mestan hluta þess. Þeir eiga framleiðslutækin;
þeir hafa auðmagnið! Vegna vinnusamkepninnar geta
þeir neytt verkamenn til að vinna fyrir kaup, sem næg-
ir að eins til að firra þá og fjölskyldu þeirra sulti. Karl
Marx hikar ekki við að segja, að v e r k s m i ð j u e i g-
■endur féfletti beinlínis verkamenn. Til
að framleiða þær afurðir, sem að verði til samsvarar
kaupi því, er verkmaðurinn fær, þarf hann varla að vinna
meir en 6 stundir á dag. íferum ráð fyrir, að til að bæta
slitið á vélum og framleiðslutækjum og standast annan
kostnað vinnuvélanna þurfi hér um bil 2 stunda vinnu á
■dag. Það verða 8 stundir. En vinnuveitandi neyðir
verkamenn til að vinna 12 stundir á dag og stingur þá i
raun og veru í vasa sinn 4 vinnustundum á dag frá hverj-
15