Skírnir - 01.08.1907, Síða 37
Jafnaðarstefnan.
129
unarfræðing, og svo Karl Marx. En þær kenningar, sem
hann var einu sinni búinn að ná tangarhaldi á, kunni
hann betur en Karl Marx að »matreiða« fyrir verkamenn.
Þar við bættist, að Lassalle var hverjum manni mælsk-
ari. Fyrir þessar sakir fekk hann mikið vald yfir verka-
mönnum og átti mikinn þátt í að eggja þá til fram-
kvæmda. Lassalle þreif gamla kenningu frá Kicardó um
kaupgjaidslögmálið, færði hana í nýjan búning og kallaði
hana »járnharða kaupgjaldslögmálið«; og nú gekk kenn-
ingin í verkamenn eins og vatn og varð þeim að orðtaki.
Kenningin er þessi: Eins og nú hagar til, geta verka-
menn aldrei til lengdar haldið hærra kaupi en því sam-
svarar, er þeir þurfa til nauðsynlegs viðurværis. Vinnu-
krafturinn er sem sé eins og liver önnur vara. Verðið á
honum, o: vinnukaupið, er eins og verðið á hverri annari
vöru háð lögutn framboðs og eftirspurnar. Þegar eftir-
spurnin eykst, hækkar verðið o: kaupið. En hækkun
kaupsins, þ. e. meiri tekjur, verða til þess, að verkamenn
kvongast fyr og á þá hleðst ómegð, sem þeir þó standast
vegna hins háa kaups. En dýrðin verður skammvinn!
Barnahópurinn, sem getinn er i góðærinu, vex upp og
býður sig til vinnu, þegar hann stálpast. Framboð á
vinnunni, vinnukraftinum, eykst; verðið á henni þ. e. kaup-
ið lækkar. Hátt kaup getur samkvæmt þessu »blinda«
kaupgjaldslögntáli aldrei haldist til lengdar. Verkamönn-
um er því ókleift, meðan við svo búið stendur, að kom-
ast í betri efni eða á hærra menningarstig.
Þetta er ekki glæsilegur framtíðarspegill, sem Lassalle
bregður upp fyrir verkamönnum. En þessi verður raun-
in á, ef verkamannastéttin vaknar eigi til framkvæmda,
segir Lassalle, og eggjar verkamenn lögeggjan. Sjáið
þér ekki, þrurnar hann til þeirra, að þjóðarauðurinn fer
sívaxandi, en verkamannastéttin verður eigi að síður æ
snauðari, og þó er hún 95% af allri þýzku þjóðinni. Það
eru með öðrum orðum 5% manna, sem auðgast meira og
meira á kostnað þessara 95% öreiga. Þetta má ekki
haldast uppi. Þér verkamenn eigið að s t o f n a f r a m-