Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.08.1907, Síða 37

Skírnir - 01.08.1907, Síða 37
Jafnaðarstefnan. 129 unarfræðing, og svo Karl Marx. En þær kenningar, sem hann var einu sinni búinn að ná tangarhaldi á, kunni hann betur en Karl Marx að »matreiða« fyrir verkamenn. Þar við bættist, að Lassalle var hverjum manni mælsk- ari. Fyrir þessar sakir fekk hann mikið vald yfir verka- mönnum og átti mikinn þátt í að eggja þá til fram- kvæmda. Lassalle þreif gamla kenningu frá Kicardó um kaupgjaidslögmálið, færði hana í nýjan búning og kallaði hana »járnharða kaupgjaldslögmálið«; og nú gekk kenn- ingin í verkamenn eins og vatn og varð þeim að orðtaki. Kenningin er þessi: Eins og nú hagar til, geta verka- menn aldrei til lengdar haldið hærra kaupi en því sam- svarar, er þeir þurfa til nauðsynlegs viðurværis. Vinnu- krafturinn er sem sé eins og liver önnur vara. Verðið á honum, o: vinnukaupið, er eins og verðið á hverri annari vöru háð lögutn framboðs og eftirspurnar. Þegar eftir- spurnin eykst, hækkar verðið o: kaupið. En hækkun kaupsins, þ. e. meiri tekjur, verða til þess, að verkamenn kvongast fyr og á þá hleðst ómegð, sem þeir þó standast vegna hins háa kaups. En dýrðin verður skammvinn! Barnahópurinn, sem getinn er i góðærinu, vex upp og býður sig til vinnu, þegar hann stálpast. Framboð á vinnunni, vinnukraftinum, eykst; verðið á henni þ. e. kaup- ið lækkar. Hátt kaup getur samkvæmt þessu »blinda« kaupgjaldslögntáli aldrei haldist til lengdar. Verkamönn- um er því ókleift, meðan við svo búið stendur, að kom- ast í betri efni eða á hærra menningarstig. Þetta er ekki glæsilegur framtíðarspegill, sem Lassalle bregður upp fyrir verkamönnum. En þessi verður raun- in á, ef verkamannastéttin vaknar eigi til framkvæmda, segir Lassalle, og eggjar verkamenn lögeggjan. Sjáið þér ekki, þrurnar hann til þeirra, að þjóðarauðurinn fer sívaxandi, en verkamannastéttin verður eigi að síður æ snauðari, og þó er hún 95% af allri þýzku þjóðinni. Það eru með öðrum orðum 5% manna, sem auðgast meira og meira á kostnað þessara 95% öreiga. Þetta má ekki haldast uppi. Þér verkamenn eigið að s t o f n a f r a m-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.