Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 41

Skírnir - 01.08.1907, Page 41
Jafnaðarstefnan. 233 an og skipa þeim undir sama merkið: hóimsfána stéttabaráttunnar. Undir þessum fána berjast ör- eigarnir, þ. e. verkamennirnir. Það er óhætt að segja, að bar- áttan harðnar ár frá ári. Einhver endir hlýtur þó á henni að verða. En hvorir bera sigurinn úr býtum, efnamenn- irnir eða öreigarnir? Líkurnar eru sjálfsagt öreiganna megin; því að enginn má við margnum. Það er nærfelt óhugsandi, að efnamennirnir, sem eru i miklum minni- hluta, geti til lengdar reist rönd við óvígum her öreig- aniia. Þeir telja sér og sigur vísan. En að honum fengn- um látast þeir eigi munu erfa gamlar væringar við efna- mennina. Þ a ð sé eigi markmið þeirra, heldur hitt, a ð komaájöfnuði. Gegnum stéttabaráttuna verðum vér að halda til að ná marki voru: a ð útrýma stéttamun. Eg hefi nú leitast við að lýsa sögulegum uppruna og' vísindalegum grundvelli jafnaðarstefnunnar. Það er vita- skuld, að í svo stuttu máli hefi eg orðið að fara ærið fljótt yfir sögu. Eg hefi t. d. alveg orðið að sleppa þvír að segja nokkuð frá sjálfu mannvirkinu, sem reist hefir verið á þeirri undirstöðu: verkmannahreyfingunni, með öllum hennar kvistum. Það hefði orðið langt mál. Dóm á jafnaðarstefnuna er eigi auðvelt að leggja — og ætla eg mér eigi þá dul. Hugmyudir jafnaðarmanna gagnsýra samtíð vora. Vér, sem nú lifum, erum í miðri orrahríðinni. Ohlutdrægur dómur er því torfenginn. Á Islandi á jafnaðarmenska litla sögu. Vér íslend- ingar höfum miklu minna af jafnaðarstefnunni að segja en aðrar Evrópuþjóðir. Til þess ber margt. Vér höfum aldrei haft af að segja hreinsunareldi þeim, er jafnaðar- hreyfingin hefir magnast svo mjög í hvarvetna annars- staðar. Eg á við auðmannavaldið. Það er því nær óþekt hjá oss. Vér þekkjum eigi heldur heima á Fróni þann

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.