Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 43

Skírnir - 01.08.1907, Side 43
Hvi hefir þii yfirgefið mig? (Kafli úr sögu). Et'tir Sigurjón Friðjónsson. Októbermánuður var allur kaldur, fram yfir vetur- nætur; oftast norðanátt og hríðar með köflum, en þó al- drei stórfeldar eftir fyrsta bylinn. En í honum fórst fé víða og urðu margir fyrir stórsköðum, af þeim sökum. Þórður í Hlið raisti þó ekki nema fáar kindur. Flest fé hans hafði leitað skjóls undir börðum og i smá-giljadrög- nm, þar sem svo hagaði til, að ekki lagði stórfenni. Nokkrar kindur hafði fent í lækjargili og þær kindurnar kafnað, er fjarst stóðu gilbarðinu; en hinar, er nær því stóðu, höfðu haft hlífð, bæði af því og kindunum er fram- ar voru; hafði snjórinn orðið lausari við barðið, enda bráðnað af líkamshita fjárins og það því haft nóg loft að lifa af. Stöku kind, sem ekki hafði orðið nógu fljót í skjól, eða hvarfað frá því aftur, hafði veðrið slegið niður •og bráðdrepið með þeim hætti. Þrátt fyrir missinn, setti Þórður litlu færra fé á vetur, en næsta haust á undan, •enda var engu slátrað til heimilis, öðru en því er fórst af völdum náttúrunnar. Og þó féð værri fátt, var ásetn- ingurinn slæmur, því fáar höfðu hendurnar verið við að afla heyjanna um sumarið. Seint í októbermánuði gerði mikla hláku af suðvestri, svo að öríst varð, niðri í bygðinni. Og þaðan frá og fram undir nóvembermánaðarlok var veðrátta stöðugt vestræn og mjög óstilt og stormasöm; ýmist hvassar suð- vestanhlákur, eða snarpir, en úrfellislitlir, norðvestan-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.