Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 46

Skírnir - 01.08.1907, Side 46
238 Hví liefir þú yfirgefið mig ? miðri. Loft var í framenda kirkjunnar; þar sat söngfólk- ið og nokkrir karlmenn hinir yngri. Rjáfur kirkjunnar var dregið í boga og málað blátt. Laglegur kertahjálmur hékk yfir kórnum framanverðum og á altarið var breitt rautt klæði með gulum kögri, en yflr því stóð mynd af Ki’isti á krossinum. — Þórður settist í kórinn að norðan- verðu og var hann þar einn i þetta sinn. En að sunnan- verðu í kórnum og gagnvart Þórði sátu sex bændur og var meðlijálparinn, Þorleifur Jónsson í Gerði, instur. Það var miðaldra maður, allhár en grannvaxinn, skarpleit,- ur, svarthærður með svart efrivararskegg, móeygður og voru augun kvikleg og lágu djúpt. Næst með- hjálparanum sat Gunnar á Bjargi, stór maður hniginn að aldri, svartur á hár og skegg, lítið hærður, stórskorinn í andliti og ófríður, en athyggjusamlegur og alvörumikill. Þá sat Þórarinn á Mýri, lágur maður, miðaldra, ljóshærð- ur, rauðskeggjaður, herðimikill og höfuðstór. Hann virt- ist fylgja ræðunni með athygli, en stundum var setn brygði fyrir kýmnisbrosi í augunum. Þá sat dökkhærður maður, roskinn, jarpskeggjaður, grár í vöngutn, grannvaxinn, í meðallagi hár, með háan hnakka og kúpt enni Hann var lengstum alvarlegur og athyggjusamlegur á yfirbragð, en stundum var sem eldur brynni úr augunum, og greip hann þá oft hendinni eftir vasaklút og snýtti sér. Þetta var Grímur lireppstjóri á Barði. Næstur honum sat Jón í Mói, roskinn maður nokkuru eldri, hár og grannvaxinn, dökkhærður og þungbrýnn. Hann sat álútur, og allur limaburður hans var slaklegur og þunglyndislegur, en þó var maðurinn skýrlegur og ekki laus við fyrirlitningarsvip. Hinn sjötti maður á bekknum var Sigurður bóndi á Hvoli, ungur maður stórvax- inn, rauðbirkinn, glaðlegur og líkur því að hann þættist fær í flestan sjó. Fremst í kórnum að sunnanverðu stóð pré- dikunarstóllinn og í honum presturinn og flutti ræðuna. Það var lítill maður, miðaldra, greindarlegur, nefstór en augnasmár, með aíturkembt enni, dökkhærður, rakaður, með jarpt skegg á efri vör. Hann flutti ræðuna allskörulega, en þó var svipurinn og látbragðið ódjarflegt og því likt

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.