Skírnir - 01.08.1907, Page 51
Hvi hefir þú yfirgefið mig?
243
taka aðra hlið á rnálinu. Tökum þá hlið að þessi kenn-
ing er flutt börnum vorum í kristindómsins nafni, sem
sjálfsögð sannindi. En í heimahúsum og á mannamótum
heyrir barnið ávæning af því, að hún, og ýmsar aðrar af
kenningum kirkjunnar, sé ekki annað en guðfræðingavef-
ur; og frá prestinum sjálfum berast sagnir um, að hún
sé að minsta kosti vafasöm. Við kennum barninu þann-
ig í öðru orðinu að það sé lygi, sem við í hinu orðinu
kennum því að sé sannleikur. Og hver mundi afleiðing-
in verða? Hver önnur en sú, að meðvitund barnsins, um
rétt og rangt, ruglast og sannleiksástin kólnar? Það finn-
ur hjá sér vanmátt til að komast að hinu rétta; það
þreytist i viðleitninni eftir fullkomnun; ást þess og aðdá-
un á hinu fullkomna — sem það ekki getur sannfærst um
hvað sé — kólnar og þverrar; það hneigist meira og
meira að því að fylgja straúmnum hugsunarlaust, meira
og meira að því, að fullnægja í skemtunum og líkamleg-
um munaði þeirri unaðarþrá, sein býr í hverri mannssál
og finnur sína fylstu svölun í trúarbrögðunum, þegar rétt
er stefnt. »Bókstafurinn deyðir«. Djúpsæi hins mikla
höfundar kristindómsins sannast á hans eigin þjónum.-------
Lítið þið á fólkið; lítið á þjóðina. Hún er fangin af
hvíldariausri óþreyju; hún leitar og finnur ekki. Og
vegna hvers? Vegna þess að hún leitar beint í öfuga
átt. Vegna þess að hún leitar þess í líkamlegum munaði,
sem að eins finst í andlegri nautn; að eins í meðvitund-
inni um eigið innra gildi; að eins í meðvitundinni um
samræmi eigin lifnaðar við það lögmál, sem höfundur
lífsins hefir sett og viðleitni eftir að ná þvi samræmi; að
eins í því, sem trúarbrögðin kalla samfélag við guð. —
Þú talar um sögulegan grundvöll. En hvað er sögulegur
grundvöllur? — Getur nokkur sagt til þess, hve mikil
reynsla, hve mikil viðleitni og hve margir árekstrar
liggja á bak við þekkingu mannkynsins á hollum og
óhollum efnum, í líkamlegu tilliti, þekkinguna á nauð-
synlegum efnum, eitri og ólyfjani? Nú þekkjum vér all-
vel þana greinarmun; hann er orðinn vísindaleg sannindi,