Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 52

Skírnir - 01.08.1907, Side 52
244 Hvi hefir þú yfirgefið mig? orðinn, að vissu leyti, sögulegur grundvöllur. 0g hví skyldi annað lögraál gilda í andlegum efnum? Hvi skyldi reynsla mannkynsins um það, hvað því er holt og óholt í andlegum efnum, vera einskisverð? Hví skyldi mannkynið halda jafnfast og það gerir í trúarbrögðin, ef ekki fælust í þeim sannindi, er mikilvæg væru fyrir það ? — Um margar aldir hefir mannkynið raðað um guðshug- myndina öllum þeim eiginleikum, sem það álítur göfgasta og bezta; öllum þeim eiginleikum, sem þess beztu og djúpsæustu menn hafa fundið að eru því hollastir og nauðsynlegastir. Og hver sá, er af alvöru reynir að nálægjast guð, styrkir eftir sjálfsögðu náttúrulögmáli þessa eiginleika í sjálfum sér. Hver sá er í sannleika elskar guð, hann elskar um leið alt sem göfugt er og gott. Hefir þú athugað hvílíka þýðingu þetta hefir haft, og getur haft, fyrir framsóknarviðleitni mannkynsins? Það er satt, eg get ekki sýnt þér guð. Hversu sterk sem trú mín er á tilveru hans, þá get eg ekki gefið þér hina áreiðanlegu vissu i þeim efnum. Enginn maður hefir guð séð; hann verður að eins fundinn. En í raun- inni er meðvitundin um guð miklu rótgrónari í mönnum, en margir þeirra vilja kannast við. Eg hefi þekt menn, sem gert hafa gys að öllum trúarbrögðum, menn, sem lif- að hafa eftir sínum dýrslegu hvötum, svo langt, sem þeir hafa 'frekast þorað, fyrir almenningsáliti og lögregluvaldi. Og á hinn bóginn hefi eg líka þekt menn, sem horfið hafa frá hinni kristnu trú, leiddir af réttlætistilfinningu og sannleiksást. En eg hefi engan mann þekt, sem verið hefir fullkomlega sannfærður um, að guð væri ekki til. Inst í hugskoti allra svokallaðra trúlausra manna, sem eg hefi kynst, hefi eg fundið þá hugsun, að ef til vildi væri guð að vísu til, en það væri þá góður guð, sem mundi fyrirgefa sínum breysku börnum. Guð er mörgum mönn- um nokkurs konar varaskeifa og ekki annað. En guð lætur ekki að sér hæða. Helviti í kirkjulegum skilningi er, að öllum skynsamlegum rökum, ekki til; skilgreining mannanna í tvo flokka, til eilifrar sælu og eilífra kvala,

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.