Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 53

Skírnir - 01.08.1907, Page 53
Hví hefir þú yfirgefið mig? 245 er gagnstæð réttlætismeðvitund vorra tíma. En þó er helvíti sannarlega til. Myrkrið er andstæða ljóssins og kuldinn andstæða hitans, einnig í andans ríki. Og svo getur farið fyrir manninum að hann missi algerlega sjón- arálífsins sól; svo getur farið jafnvel fyrir hinum beztu, og hvað mun þá hinum verða, sem aldrei hafa, lagt stund á það, sem »eitt er nauðsynlegt« ? — Svo getur farið fyrir manninum að hann skilji af sjálfs reynd þá sálarkvöl, sem liggur á bak við orðin, sem töluð voru í fyrndinni, austur á Gyðingalandi: »Guð minn! Guð minn! Hví hefir þú yfirgefið mig?« — Ef til vill bregðast einhverjar mjög mikilsvarðandi vonir hans; ef til vill er öll hans tímanlega velferð í veði; ef til vill missir hann ástvin, sem alt hið bezta í eðli hans er gróið við. Og í neyð sinui leitar hann, ósjálfrátt, þess guðs, sem hann hefir ekki þóst þurfa við. En hann grípur í tómt; hinn síðasti neisti guðlegrar meðvitundar er sloknaður. Og hann vaknar með skelfingu, einmana í hinni miklu sálarnótt«. Gagnfræðingurinn hrökk við og leit til Grírns. Hver var sá maður, er þannig talaði, og hvers konar sú æfi- saga, sem lá á bak við þessi orð? — En nú var orðið dimt. Þeir voru komnir nærri bænum á-Barði og gengu hljóðir það, sem eftir var. Ljós logaði í göngum; og er þeir komu í bæjardyrnar kom lrúsfreyja á móti Grírni og lagði hendur um háls honum; þau kystust innilega og hann klappaði henni um leið. Gagnfræðingurinn óskaði með sjálfum sér að hann ætti svona góða konu. Grímur sneri sér nú að Þórði og spurði, hvort hann vildi tefja. En Þórður kvað nei við því, kvaddi og fór. Hann liafði þó í t'yrstu hugsað sér að tefja, ef honum yrði boðið það, og freista hvort ekki teygðist betur úr talinu um trúarbrögðin. Hugur hans hafði verið óvana- lega vakandi á meðan Grímur talaði. Sumt af því, er Grímur sagði, skildi hann ekki; en á hinn bóginn liafði sumt af því hitt hans eigin trúartilfinningar og skoðanir, undarlega rétt. En er þau heilsuðust hjónin í dyrunum, hafði honum sýnst bregða fyrir sársaukablæ á andliti

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.