Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 55

Skírnir - 01.08.1907, Side 55
Hví hefir þú yfirgefið mig? 247 En hinn eiginlegi jóladagsmatur var lirísgrjónagrautur með rúsínum, hangikjöt, pottbrauð og smjör. Yfir öllu þcssu voru börnin mjög ánægð og glöð; en einkum þótti þeim mikið varið í laufabrauðið og reyndu sig hvert við annað að geyma eitthvað af því sem lengst. Þau voru hæglát, framan af deginum, því móðir þeirra sagði þeim, að þau ættu að vera siðprúð á jólunum. En er leið á daginn, þreyttust þau á [hreyfingarleysinu og fóru að leika ;sér; og er fram í sótti, urðu leikirnir með glaummesta móti, því nú þurftu þau að bæta sér upp hreyfingarleysið, framan af deginum. Ut af leikjunum spratt svo óánægja, ■ósátt og grátur, svo að móðir þeirra varð að skakka leik- inn, hvað eftir annað. Ofan á barnastriðið bættist það, að féð kom ekki heim, vegna þess hve veðrið var gott. Hún sendi þá Sigriði að leita þess og var iiún ein með yngri börnin. Eftir mikið stríð svæfði hún þau yngstu, í rökkrinu, og hin sofnuðu sjálfkrafa, á eftir, eitt af öðru. Þegar Sigríður kom heim, var alt orðið hljótt; og sökum þess að móðir hennar hafði ekki kveikt, lagði hún sig líka fyrir og sofnaði. Guðrún hafði sömuleiðis lagt sig lit af, en vakti og beið eftir Þórði. Hún var orðin gremju- full í skapi, vfir því að stríða við börnin; og því lengur sem hún beið, þess gremjufyllri varð hún og beisklund- aðri. Þetta var sama sagan aftur og aftur, sama stríðið ■dag eftir dag, alt af hvíldarlaust og endalaust. Til kirkju hafði hún nú ekki komið í hálft annað ár, en Þórður hafði farið þrisvar eða fjórum sinnum. Og nú sat hann að lík- indum á einhverjum bænum, við góðgerðir og skemtanir. Hún hugsaði að hún skyldi þó láta hann vita, þegar hann kæmi heim, að hún fyndi hvílíkur munur væri á æfi þeirra; ef ekki með orðum beinlínis, þá að minsta kosti með allri þeirri beiskju í rómnum, sem hún gæti i hann lagt. Loksins kom Þórður. Hann gekk hægt um hurðir, ■og hljóðlega og þreytulega inn eftir gólfinu. Hlýleika til- finningar Guðrúnar vöknuðu og hana langaði til að taka vel á móti honum. En þá varð gremjan sterkari og löng

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.