Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 69

Skírnir - 01.08.1907, Page 69
Alexander Petöfi. 261 Ættlands smán um öld svo marga Allir keppumst við að farga. Eið við guð o. s. frv. Oss þar fallna fold mun hjúpa Frjálsir munu niðjar krjúpa, Þakkartára fórn oss fœra, Fögru lofi nöfn vor mœra; Eið við guð vors ættlands sverjum Einn og hver, Þann að aldrei þrældóm framar Þolum vér. Ó, kvíSvænleg hugsu n1) 0 kvíðvænleg hngsun, sem kvelur mig æ, Að á koddanum mjúk-svellum gefi’ eg upp önd, Og drúpi með höfuð sem bliknandi blóm, Er ormurinn neðan frá nagar. Eða deyi sem t/ran á dvínandi kveik, Er döpur í stofunni smásloknar út; O alvaldi drottinn! þeim dauða mig firr, Þess bið eg, mór hlífðu við honum. Nei, fyr lát mig falla sem öflg steypist eik, Er eldingin klauf eða stormur upp sleit — Eða farast sem bjargið, er fleygist af brún Með drunum í afgrunns djúp ofan. En fáist ei þetta, eg þá kys mér hel, Er þjóðirnar kúguðu sórust í lög, Að hrista’ af sér þrældómsins háðungar ok Og reisa gegn harðstjórum rimmu; Þá bruna þær móðgar í brandahríð fram Með bálandi kinnar — og gunnfánar hátt þ Kvæði þetta orti Petöfi, er hann hafði þrjá um tvítugt (1846); segir hann hér fyrir dauða sinn og það svo sannspálega, að heita má að ræzt hafi með atvikum.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.