Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 75

Skírnir - 01.08.1907, Page 75
Alexander Petöfi. 267 Ó veisitu, himinn, himinn ! hvað þú ert ? Uppgjafa dáti, gamall, af þér genginn, MeS sólu fyrir minnismynt á brjósti. En tötraflík þín tætluð eru sk/in. Já, svona fer það fyrir þessum dátum; Þeir fá fyrir langa trúa’ og trygga þjónkun Málm-agnarskömm og gamla garmaflík, ÞaS eru launin, ha, ha, ha ! Og vitið þiS það, menn! A ykkar máli hvernig hljóSar þaS, Sem lynghænan á kornmörk úti kveður, Þá lætur hún sitt »k v a, k v a, k v a, k v a« gjalla ? ÞaS segir þetta: »SneiðiS æ hjá konum !« Því konan alt af togar til sín manninn, Sem sjórinn vatnsföll seiðir í sitt skaut. Hvers vegna ? til að svelgja hann í sig O, það veit trú mín, frítt er kvenna kynið, Fagurt og frítt, en háskalegt um leiS, BaneitruS veig í bikar skíra-gulls. Eg hef þig teygað, ást ! Einn lítill dropi af þór, já, að eins einn, Er sætumeiri en sjávarhaf, sem væri Ei annað hót en einskær hunangslögur, En skæð’ri líka er lítill dropi af þér En hafsjór heill af einusaman eitri. Hvort sáuð þið ei hafið, Þá fellibylur arði þar sinn aknr Og sáði út sínu hvíta heljar-korni ? Og hafið þið þann svarta sáSkarl litið, Hinn bráða fellibyl, MeS sinni leiftur-logsigð skera korniS? Ha, ha, ha! Þá aldinið er alþroskað á trénu, Þá fellur þaS; Og þú eins, jörð! tókst þroskann út til fulls Og átt að falla. Til morgundagsins mun eg bíða samt,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.