Skírnir - 01.08.1907, Side 77
Ritdömar.
JÓN TRAUSTI: Leysing, kaupstaðarsaga frá siðustu áratugum 19. aldar.
466 bls. í átta blaða broti. Útg. Arinbj. Sveinbjarnarson og Þorst.
Gfslason.
ASalpersóna sögunnar er Þorgeir Olafsson, verzlunarstjóri dönsku
fastaverzlunarinnar í VogabúSum. Hann er af bændum kominn,
gáfaSur, fríSur og þrekmikill, en ráSríkur og metnaSargjarn. Hann
kemur ungur í þjónustu verzlunarinnar, vinnur sór hylli yfirmanna
sinna, og verSur verzlunarstjóri 25 ára gamall. Hann ásetur sér
að færa verzlunarástandiS í nýtt og betra horf. Alstaðar og ávalt
pródikar hann skuldlaus skifti, vöruvöndun og efnalegt sjálfstæSi.
Framan af sefinni gengur alt vel. Hann er formaður og fyrirmynd
í hvívetna. Verzlunin blómgast, velmegun og framtakssemi vaxa í
hóraSinu og kauptúninu. En þegar álíSur æfina breytist hagur
Þorgeirs. LausakaupmaSur, borgarar og kaupfólag rísa npp í Voga-
búðum, og keppa við »fastaverzlunina«, sem utn ómunatíS hafði ver-
ið þar einvöld. ViS þaS missir hún skiftavini, og þrífst ver. Það
er meira en metnaður Þorgeirs og trúmenska við verzlunina getur
þolað. Hann reynir af öllum mætti aS yfirbuga þessa keppinauta,
en verður undir í baráttunni. Konuna missir hann. Einu dóttur-
ina sem hann á, og ann mjög, rekur hann frá sér, af því hún vill
ekki láta hann ráSa giftingu sinni. Vinir hans snúa við honum
bakinu. Ýmsir menn, sem hann hafSi margt vel gert, og komið
fótum undir, gerast forgöngumenn kaupfólagsins og öflugustu mót-
stöðumenn hans. Verzlunarstjórnin danska heftir framkvæmdir hans
með ýmsum hætti, svo hann verður að berjast vopnlítill og einn.
Skuldir manna aukast á n/. Vöruvöndun hugsa menn lítiS um.
Viðleitni Þorgeirs að bæta verzlunarástandiS ber engan árangur
lengur. Vonir hans verða sór allar til skammar. Hann missir
traustið á mönnunum. Þeir skilja hann ekki, meta ekki viðleitni
hans, og tortryggja hann. Hann fer að hata þá, og hugsar nú að