Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 80

Skírnir - 01.08.1907, Page 80
-272 Ritdómar. er ágæt ljsingin á Bælinu, þegar Þorgeir keniur þangað, og á góS- gjörSakvilla frúnna í VogabúSakaupstað. Sannar og skýrar eru og frásagnirnar um kaupfélagsfundinn, og Hvanndalarétt og margt fleira. En fegurstur þykir mér kafl- inn »Sólsetur«. Þó virSist mér smekklaust að tala þar um Rem- brandt. Hann kemur eins og »fjandinn úr sauðarlegg«, og á það þó ekki skiliS. Osmekkleg orStæki eru og hér og þar t. d. líf í tuskunum«, skegg »rakað á Kristjáns II. vísu« o. s. frv. Stundum hættir höf. til að tala fyrirlitlega um persónur sínar, t. d. kerlingar sem reka »sótugan hausinn« út úr moldarkofum o. s. frv. Höf. skortir auðsjáanlega tíma til aS vera stuttorður. Honum er gjarnt aS þreyta lesarann meS smákvæmni og málalengingum. Leysing- i n er víða svo mikil, að orðaskriSurnar grafa aSalatriðin undir aukaatriSum. Lesaranum verða notin torfengin og nautnin blönd- uð. Oft er lesarinn búinn að hugsa hugsatiirnar og lifa atburðina, löngu áður en höf. kemst að. Frásögn hans verður því endurtekn- ing. Þess vegna er hún þreytandi. Þegar hugsatiaganginn og við- burSarásina skortir skrið, þá gengur það ekki »eins og í sögu«. Því aSalkostur góðrar sögu er einmitt sá, að hún leyfir lesaranum að lifa og skilja á minútum og sekúndum, það sem lífiS sjálft þarf ár og vikur til að veita. Ekki hefSi saga þessi skaðast á því, þó færra hefði verið talað um hugsanir Einars í Bælinu, þó sjaldnar hefði verið tekiS fram, að bókhaldarinn, sem ekkert vann sér til ágætis annaS en »hósta« og »bölva«, væri »úr sögunui« (hefSi ólík- lega þurft að rninna lesarann svo oft á að gleyma honum), þó hár- kollan og skeggið á SigurSi breppstjóra, og hlykkjótta æðin á gagn- auga Þorgeirs hefðu sjaldnar komið til mála o. fl., o. fl. Nokkr- ar prentvillur eru í bókinni. Samt sem áður er hún eiguleg. ,S a g a n v æ r i á g æ t, ef hún væri svo sem helmingi styttri. Karl Finnbogason. * * * AFMÆLISDAGAR: Safnað hefir mag. Guðm. Finnbogason. Rvík, útgefandi Sig. Kristjánsson. Bækur líkar þessari hafa lengi tíðkast í öðrum löndum. Þær eru einkum ætlaSar unglingum og eiga að sameina það tvent, að vera þeim til gagns og gamans. Um leið og í þær er safnað eig- inhandarnöfnum manna, eSa fæSingadagur og ár eru rituð þar til iminnis, er ætlast til þess, að bókin veki eftirtekt unglinga á fögr-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.