Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 83

Skírnir - 01.08.1907, Page 83
Ritdómar. 275 góðan vin, sem kinni að meta kosti þjóðarinnar og umbera bresti hennar. Hve hrifinn höf. er af Islandi, sjest á því, sem honum dettur í hug, þegar hann er heim kominn og situr við skrifborð sitt í Torgau: »Þá vaknar hjá mjer,« segir hann, »öflug endur- minning um hinn fegursta tíma æfi minnar; hæsta stig hennar er ferð mín til hinnar fjarlægu eijar, sem gnæfir með hvítan jökul- hjálm við sólroðin skí, lauguð af brimöldum úthafsins.« Ef nokk- uð má að bókinni finna, þá er það helst það, að ást höf. á landi og þjóð gerir hann stundum of bjartsínan. Einstaka villur koma firir, enu þær eru furðu fáar. T. a. m. er það ekki rjett, sem höf. segir (I, 136. bls.), að kveunhúfan íslenska með skúfnum eigi Sigurði málara Guðmundssini tilveru sína að þakka. Nafnið Alsei (a einni af Yestmannaeijum) getur ekki þítt »seilinsel« (I 37*) heldur er að líkindum Alfsei hið rótta nafn eijarinnar (Þorv. Thoroddsen, Lísing íslands, Kb. 1907, 121. bls.). Að vísu er hún nefnd 'i>Alsey{( í Isl. Fornbrjefasafni III 190. bls., eun það er ekki að marka, því að handritið, sem preutað er eftir, er ekki eldra enn frá birjun 17. aldar. Dr. Val- tyr Guðmundsson var ekki foringi andstæðinga í mótspirnu þeirra móti símalagniugunni 1905 (I 292. bls.). Ekki mun það heldur rjett, sem segir (I 162. bls.), að Náttúrugripasafninu hafi veriö minni rækt sfnd, síðan Benedikt Gröndal gekk úr stjórn þess. Ónákvæmt er það og, að lögrétta og dómar hafi á þjóðveldistím- anum haft sæti á lögbergi (I 305. bls.), enda er sá misgáningur leiðrjettur síðar á sömu bls. Þorgrímur læknir (Þórðarson) er nefndur Þórður (II 148. bls.). íslensk mannanöfn og örnefni eru víðast hvar rétt prentuð, og sömuleiðis önnur íslensk orð, og eigum vjer því ekki að venjast í útlendum bókum. Þó hef jeg rekist á nokkrar prentvillur, og eru þessar hinar helstu: I 149 27 les Echinococcus, sullur; 263 24 1. heitir; 268 13 1. shil; 279 2 1. þrœla■ straumur; II 6 81 1. Óþerrishola; 74 30 1. falljöhull; 137 21 1. að sœkja að; 158 2 og 174 80 1. Suður-; 16426 1. þvottáreyjar. Bókin er ágætlega úr garði gerð að öllum frágangi og prídd fögrum myndum; eru sumar þeirra teknar eftir eldri ritum, eink- nm D. Bruun’s, enn sumar nýjar. B. M. Ö,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.