Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 86

Skírnir - 01.08.1907, Page 86
278 Erlend tiðindi. Marokkómálið. Friður hefir verið um álfuna alla þetta nyliðna sumar, enda færi ekki vel á öðru, rétt á meðan friðarþingið er háð. En vopnum brugðið og vakið blóð lítils háttar utan marka, í þrætulandinu Marokko. Það er fagurt land og eigulegt, viðlíka stórt og alt Frakkland, en strjálbygðara miklu, með því að þar byggja lítt siðaðar þjóðir og sundurleitar, Berbar, Arabar og Blökkumenn, eða kynblendingar þeirra þjóða allra, 5—6 miljónir alis, að mælt er. Vestrænu stór- veldin, England og Frakkland, hefir lengi munað í þetta land, England vegna þess ekki sízt, að það liggur öðrum megin að Njörvasundum, en þar eiga þeir þrátt leið um, Bretar, með her- skipastól sinn, framar öllum þjóðum öðrum, — þeir sem eru heims- ins langmesta særíki. En eigi er Frökkum minni vorkunn, þótt þeim leiki hugur á Marokko, eða að minsta kosti á að hafa þar meiri afskifti en aðrar þjóðir, með því að þar liggja saman landa- mæri frá því er Alzír álimaðist ríki þeirra snemma á öldinni sem leið. En nú vók svo við, að Bretastjórn hafði fyrir rúmum fjórð- ung aldar gerst heldur fjölþreifin til landa austar betur við Mið- jarðarhaf sunnanvert, þar sem heitir Egiptaland. Það var þá er Arabi hóf þar uppreist og Bretar þóttust þurfa að skakka leikinn og »friða« landið. Frakkar höfðu látið það svo vera, en aldrei tjáð sig á það sátta né þeirri tilhögun samþykka, að Bretar róði þar lögum og lofum, eins og þeir ættu landið og væru löglega að því komnir. Nú uunu þeir það til samlyndis, að þeir gerðu þann sáttmála við Frakka, 8. apríl 1904, að Frakkar mættu átölulaust af þeirra hendi, Breta, »gæta friðar þar í Marokkó og veita full- tingi til þeirra umbóta, er landið þarfnaðist, hvort heldur væri í stjórnarháttum, búnaði, fjárhagsmálum eða hernaðarmálum ; þeir mundu, Bretar, láta það hlutlaust, þótt Frakkar gerðu sem þeim líkaði í þeim efnum«. Þar með hugðu flestir allri þrætu lokið um forlög Marokkóríkis. En einn af höfuðdrotnum álfunnar kunni því ekki vel, að vera gerður fornspurður um annað eins stórmál. Það var Vilhjálmur keisari. Hann er og auk þess í sívaxandi landþröng fyrir sína sívax- andi þegnafjölskyldu. Enda þótti horium allilt til þess að vita, að hans og þeirra hinn forni fjandi, Frakkar, efldust þann veg stórum orðalaust og fyrirhafnarlaust. Hann siglir Orminum langa, Hohenzollern, suður um sæ, lendir í Tangier við Njörvasund vorið eftir, 31. marz 1905, alþjóða-sæ-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.