Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 89

Skírnir - 01.08.1907, Page 89
Erlend. tíðindi. 281' Samtök þau öll viröast helzt lúta aö því, að einangra Þýzka- land, sem ekki er trútt um að grunað sé um græsku hvaðanæfa. Alt um það mun Vilhjálmur keisari vera hvergi hræddur hjörs í þrá. Hann hefir þá við sig bundna traustum bandalagsviðjum, Austurríkiskeisara og Ítalíukonug. Auk þess hafa menn fyrir satt, að vel sé þeim til vina undir niðri, honum og Rússakeisara, þótt ekkert sé bandalag þeirra í milli og fátt talað um vináttumál. Þeir eru báðir mjög svo alvaldir í sínu ríki, ólíkt því sem um hina þjóðhöfðingjana, og eiga að því leyti betur saman. Þeir hitt- ust í sumar snöggvast að máli, og þykjast menn vita, að það hafi ekki verið erindislaust. Það var í Eystrasalti, úti fyrir Swine- múnde. Rússakeisari hyggur sér þó af tvennu til óhættara á sjó en landi við morðtólum sinna mörgu óvina eða stjórnarfars þess, er hann heldur uppi. En það eru þegnar sjálfs hans, er hann vilja sífelt feigan. Það mun hafa verið til ])ess gert, að eyða öllum grun um samdrátt með keisurunum, er þeir hittust tíu dögum síðar í Wil- helmshöhe (14. ágúst), fræudurnir, Játvarður konungur og Vilhjálm- ur keisari, og mæltust fagurlega við. En það þykir oft vera sann- mæli um þjóðböfðingja, að þá mæli þeir fagurt, er flátt hyggja- Hefir löngum verið kalt með þeim frændum eigi síður en þegnum þeirra. Mannvinir og friðarfrömuðir með þjóðunum báðum stunda þó af alefli að eyða tneð þeim öllum róg og fáþykkju. Blaðamenn frá báðum löndum hafa skifst á kynnisvistum síðustu vorin tvö hvort eftir annað í stórhópum og átt að fagna mestu virktaviðtökum, enskir blaðamenn þetta ár á Þyzkalandi, þar á meðal af keisara, ríkiskanzlara og öðru stórmenni. Þeir vita það sem er, friðarvinir, að blöð eiga hverju valdi meiri þátt í að glæða bróðurþel manna í meðal og þjóða, eða þá að hnekkja því og eyða. Frá Bretum. Þeir hafa bætt nokkuð fyrir misgjörðir sín- ar við Búa með því að veita þeim stjórnfrelsi vonum fyr, báðum- Búaríkjunum, Transvaal í fyrra, en Oraníuríki á þessu ári. Þeir búa enn sem fyr öllu stirðara við sín gömlu hjáríki, Ir- land og Indland. Hún þykir hafa komið öllu óliðlegar fram við íra, hin nýja, frjálslyuda stjórn á Englandi, heldur en fyrirr ennarar þeirra, svo í- haldssamir sem þeir þóttu vera. Umboðsstjórnarbót sú, er hún. gerði þeim kost á í vor sem leið, þótti þeim vera það kák, að'

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.