Skírnir

Volume

Skírnir - 01.08.1907, Page 92

Skírnir - 01.08.1907, Page 92
281 Erlend tíðindí. i laun um árið og aðrir embættismenn þar í landi alls sínar 180 milj. kr., að meðtöldum yfirmönnum í hernum. En að öllum embætt- um þar í landi hafa Englendingar sama sem einkarétt. Það ber varla við, að nokkur þarlendur maður fái þar nokkurt embætti. Þetta er beljan látin mjólka og þaðan af betur, þótt nær sé dauða en lífi af hungri. Þaðan af betur: t. d. þegar kr/ningarhátíðin var haldin þar eystra samtímis því er Játvarður konungur var krýnd- ur heima í Lundúnum; eða þegar þurfti að fagna prinzinum af Wales, konungsefni Breta, og konu hans, drotningarefninu; eða emírnum í Afganistan var boðið heim o s. frv. Járnbrautir hyggju flestir vera ómetanlegt framfaratæki hvar sem er og hvernig sem til hagar. »En svo fer fjarri því, að land- ið ábatist á þeim((, segir sá sem þetta er mest eftir haft, sem hér er ritað, indverskur hagfræðingur, er heitir Sardarsinji R. Rana, »að þær leggja 846 milj. kr. (1175 milj. franka) byrði á indverska gjaldþegna. Þessi óðlátu og gagnskreiðu samgöngutól láta heldur mikið til sín taka.; þau þyrla enskum varningi út á yztu lands- horn og gera sitt til þess að ónýta alla vinnu og alla samkepni þarlendra verkmanna. — — Hugsið yður, að hver járnbraut er sama sem afarsterk og stórvirk sogæð, sem stingur opinu niður í allar tekjulindir landsins, og munuð þér þá fara nærri um, hver blessun muni fylgja því hálofaða og dásamaða flutningsbrautaneti«. Fjölment þjóðvinafólag hefir til verið á Indlandi 22 ár und- anfarin og látið töluvert til sín taka. Það á þing með sér á hverju. ári til að ræða um landsins gagu og nauðsynjar, andlegar og lík- amlegar, og bera saman ráð sín um viðreisn landsins. Leiðtogarn- ir eiu þariendir menn, er hafa mentast á Englandi. En mörgum framfaramönnum, þeim er hátt hugsa, þykir fólag þetta skorta atorku og röggsemi. Það geri ekki annað en að rita bænarskrár og bera fram munnlegar málaleitanir við yfirdrotnara landsins hina ensku. Enda er nú upp risinn nýr flokkur í landi, er vill ekki heyra minna í mál tekið en swaraj, er þeir nefna svo og kvað- merkja fullkomið sjálfstæði. Þeir vita, að trúmenska við England er sama sem svikræði við Indland. Sagan sýnir það, segja þeir, að sá er gintur, sem gengst fyrir góðum orðum og fögr- um loforðum Breta. Þeir leika sór að því að láta þau óefnd, og það með blygðunarlausri óskammfeilni. Þjóðvinir þeir ganga ekki í neina embættisvist nó aðra þjónustumensku hjá Bretum. Þeir fyrirlíta nafnbætur þær og krossa, er harðstjórarnir hafa á boðstól- um, og eigi síður kjötkatla þá, er þeir eiga fyrir að ráða.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.