Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.08.1907, Side 94

Skírnir - 01.08.1907, Side 94
286 Erlend tíðindi. lögum, er keisari hefir sett, og eru öll miðuS við það, að reyna að fá stjórnþjála fulltrúa og ekki mjög frjálslynda, — hvort sem það nú tekst eða ekki. Keisari hrepti það slys seint í surnar, er hann var á skemti- för við Fiunlands strendur og drotning hans með honum og börn þeirra, að skip hans hið mikla og fríða, Stanaart, bar upp á blind- sker, og barg annað skip keisarafólki á 3 stunda fresti. Fullyrt er, að það hafi verið oviljaverk hafnsögumanns, og engin banaráð við keisara. Skipið losnaði af skerinu eftir 9 daga. Bandaríkin í N.-A m e r í k u. Þeir eiga í brösum við Japatia, Bandamenn, vilja amast við miklu aðstreymi þeirra ti) bólfestu og því fyrirmuna þeim fult jafnrétti til þjóðfélagslegra hlunninda. Það urðu nokkrar róstur í suntar í San Francisco út af því, að stjórnin þar í Kaliforníu vildi ekki leyfa japönskum börnum skólavist með börnurn hvítra manna. Það þótti Japönum frekleg rangindi. Þeir fitma nteira til sín nú en á undan sigrinunt mikla á Bússnm. Keisari þeirta bar sig upp við Roosevelt for- seta. En hann svaraði sem satt var, að sig brysti vald til að bjóða eða banna stjórninni í Kaliforníu að skipa fyrir um skólamál öðru vísi en henni líkaði. Hann hefir þó gert sér far um að fá gerða tilslökun, og komið þar fram bæði viturlega og skörulega, sem hon- um er lagið. Er ekki trútt um töluverðar viðsjár með Banda- mönnum og Japönum út af fleiri þjóðmetnaðaratriðum þeirra í milli. Dómur gekk í sumar í Chicago í fjárdráttarmáli heldur stór- kostlegu á hendur Standard-olíufélaginu og höfðingja þess, John Rockefeller, og var félagið dæmt í á anttað huttdrað milj. króna útlát fyrir mútugjafir til járnbrautarfélaga eða ólöglegan afslátt á flutningsgjaldi því til ábata. Roosevelt forseti vægir hvergi til við féglæfra-ofurmenni þau, er hneppa vilja landið í ánauð. Traust hans og vinsældir af al- þýðu manna fara heldur vaxandi en hitt, og er búist við, að hann komist naumast hjá forsetakjöri í 3. sinn, þótt slíkt hafi aldrei við borið í sögu Bandaríkja. J a p a n. Mikið orð fer af uppgangi Japana, og þykir eldri stórveldunum sumum metnaður þeirra vaxa úr hófi fram. Þeir gerðu sór lítið fyrir í sumar og veltu af stóli keisaranum í Kóreu, er þeir höfðu heitið áður sinni vernd og ásjá. Hann reyndist þeim

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.