Skírnir - 01.08.1907, Side 95
Erlend tiðindi.
28T
miður leiðitamur en þeim líkaði. Her Kóreuríkis lögðu þeir eftir
það saman við sinn her og settu yfir japanska höfðingja.
N o r e g u r. Þar voru gerðar á þingi í vor nokkrar minnr
háttar stjórnarskrárbreytingar. Ein var sú, að þing komi sarnan í
janúarmánuði ár hvert í stað októbermán. nú. En helzta breyt-
ingin var sú, að konur mega kjósa fulltrúa á stórþingi (alþingi)-
Norðmanna, þó eigi alment, heldur þær einar, er greiða skatt
sjálfar eða menn þeirra af 400 kr. (til sveita 300). Það nymæli
var samþykt með 96 atkv. gegn 25, en tillaga um almennan kosn-
ingarrótt til handa konum feld með 73 atkv. gegn 48.
Fyrnefnt efnaskilyiði fyrir kosningarrétti gerir það að verkum,
að ekki fær liann nema rúmur helmingur fulltíða kvenna í landinu,.
eða nálægt 300,000 af um 550,000, eftir því sem nefnd í málinu
á stórþinginu taldist til. Þetta kenmr þann veg fram í reyndinni
»ð fátækar fjölskyldur hafa að eins 1 atkvæði til þings, heimilis-
föðurins, en hinar efnaðri 2, sitt fyrir hvort hjónanna. Það er
óviðfeldið misrétti.
Þetta þykir þó vera mikil framför, og talið hæpið, að feugist
hefði framgengt nú, ef norskar konur hefði eigi synt þá rögg af
sér fyrir fáum missirum, er gengið var til atkvæða um skilnaðinn
við Svía, að safna þá 250,000 undirskriftum fullorðinna kvenna
um land alt undir samkvæði við sjált'stæðisyfirlýsing stórþingsins
frá 7. júní 1905. — Skilnaðaratkvæðatala karlþjóðarinnar var
368,000, eða 85 af hundraði allra kjósenda í landinu.
Portúgal. Þaðan spyrjast sjaldan söguleg tíðindi. En í
vor gerðist það þar, sem nú er fágætt orðið í þingstjórnarlöndum,
að stjórnin lét rjúfa þing og efna eigi til nyrra kosninga, heldur
tók yfirráðgjafi konungs, Franco, sór alræðisvald, með hans ráði,
Karls konungs, og hefir stjórnað landinu þann veg síðan. Stjórn-
in hafði ekki getað tjónkað við þingið á neina lund. Enginn meiri
hluti fyrir neinu, hvorki með henni nó móti, en nóg rifrildi. Upp-
þot varð nokkurt út úr þessu í svip og mikið orðaskak í blöðum,
en sjatnaði brátt. Enda er landsbúum lýst svo, að þeir séu litlir
alvörumenn né atorku, heldur bæði iéttúðugir og makráðir.