Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 5

Skírnir - 01.04.1908, Side 5
Konráö Grislason. 101 hefir það enn fyrir gamansögu, eftir tæp 80 ár, að minn- ast þess er hann fylgdi Konráði eftir út í slægjuna með bókina sína iatnesku, og fekk tilsögnina og yfirheyrsluna um leið og Konráð brýndi. Gamli Páll Melsteð kallar það »perípatetíska« skólann. Konráð hafði gott veganesti að heiman til þess að geta orðið lífið og sálin í baráttunni fyrir viðreisn móður- málsins. Árið 1851 hefir Konráð verið 20 ár í Höfn og þá hefir hann lokið þvi verki, sem hann er langkunnastur fyrir hjá öllum almenningi hér á landi, og það er orða- bók hans hin mikla, sem langmest er í varið fyrir íslenzku dæmin, sem hann velur. Alt til þessa hefir hann ritað fyrir íslendinga og á islenzku máli. Og harmur er að hugsa. til þess, að ágæt- asti talsmaður íslenzku tungunnar, hinn allra smekkvísasti og fróðasti, hættir nú að kenna og rita á einu tungunni sem hann elskar, það sem eftir er æfinnar. IV. Vér hljótum að sakna þess að eigi varð af því, afr Konráð yrði kennari við latínuskólann. Sennilegt er þaðr að hann hefði varla orðið jafnsnjall hér heima í skýring- um hins forna kveðskapar, meðal annars vegna fjarvistar við handritin, en hinu má treysta, að hann hefði stórum aukið þekkinguna og smekkinn á móðurmálinu hjá náms- mönnum. Ritdómar hans í Fjölni urðu til hinnar mestu málhreinsunar og umbótar á ritmálinu, og má nærri geta, að þau áhrif hefðu orðið miklu meiri og víðtækari. ef hann hefði orðið íslenzkukennari við skólann. Páll Melsteð segir að íslenzkan hans hafi verið fallegust meðan hann var ungur: »Hann vantaði að vera innan um lifandi fólkið«. Hann hefði náð hinu bezta — hvaðanæfa — af vörum pilta. Það er eitthvað raunalegt að hugsa til þess, að Konráð elur 60 árin óslitin erlendis, og lítur aldrei ættjörðina frá því er hann kvaddi hana 20 ára að aldri, alt til dauða-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.