Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 8

Skírnir - 01.04.1908, Side 8
104 Konráð Gríslason. ræðu um hégómleik og tómleik allra trúarbragða. Konráð beiddi sér þá hljóðs litlu síðar, og flutti ræðu á móti, sem hann beindi til hinna ungu námsmanna. Oss kom öllum saman um það, þá og síðar, að vér hefðum aldrei á æfi okkar heyrt jafn-ágæta ræðu. Þar fór saman heilög al- vara og ástúðleg blíða og alt í gullskrúði hins göfugasta og fegursta máls. Og eitt man eg svo gjörla, hvernig gjálíflsbragurinn, sem drykkjunni varð tíðast samfara hjá okkur í ræðum og söngvum, var allur af það kveldið. VI. Konráð átti ekki langt að sækja gáfurnar, sögðurn við fyr, en nokkur forvitni er manni á því, hvort satt kunni að vera, að faðir Konráðs hafl verið sonur þjóðskáldsins Jóns Þorlákssonar. Svo heflr verið talað úr ýmsum áttum og það skilgóðum. Gísli gamli hló við því, og játaði hvorki né neitaði. Sitt hvað hjá Konráði minnir á Jón, og vet ann maður Jóni þess afsprengis. Jón var meiri umbóta- maðar á íslenzka tungu, en flestir nú vita af. Og Konráð á Völlum í Vallhólmi: hann var hrepp- stjóri í 40 ár, og átti fyrir því að fella 90 hross á einum vetri, en hann er sagður að hafa verið búramenni, og virðist lítið efni hafa átt í gáfaðan son. Jón Þorláksson var prestlaus i annað sinn. Þau fengu eigi að giftast, hann og Jórunn Brynjólfsdóttir, en faðir hennar varð að »þ-o ia«, að þau áttu tvö börnin saman, og var þá Jón embættislaus um allmörg ár*). *) Yisan lil Jórunnal- i Ljóðabókinni er áreiðanlega úr lagi færð, i sjálfu áherzluorðinu. Svo mun hún vera rétt, og skáldið minnist þá. fornra ásta: Sorgarbára ýfir und, elda r a s t a njórunn! Freyiu tára fögur hrtmd, falleg varstu Jórunn! 1 Ljóðabókinni er í þess stað: „falleg ertu“.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.