Skírnir - 01.04.1908, Síða 14
Marjas,
Enginn veit hvað átt hefir, fyr en mist hefir.
Og sízt veit neinn, hvað mannorðið er dýrmætt, fyr en
hann er orðinn »ærulaus«.
Eg vissi það að minsta- kosti ekki, þegar eg var að
læra um það i Balles Barnalærdómsbók, hvað gott mann-
orð sé mikilsvert í þessu lífi, et' oss á að ganga vel o. s.
frv. Eg var of ungur þá til þess að skilja nokkuð, sem
þar stóð. Fóstri minn sagði, að eg gerði ekki annað þarf-
ara en að læra þá bók. Mér fanst vandfundin óþarfari
athöfn.
En eg skildi það, þegar allur heimurinn hafði mist
traust á mér og snúið við mér bakinu.
Allur heimurinn var Grímur og Jónas og Manga.
Mér stóð nú nokkuð á sama um Möngu. Ekki ein-
göng-u vegna þess, að hún var kvenmaður. En auðvitað
nokkuð vegna þess. Kvenfólk þótti tnér furðu lítilmótleg-
ar verur. I samanburði við Grím að minsta kosti.
Auðvitað samt að undanskilinni fóstru minni. Hiin
var að nokkuru leytí utan við og ofan við tilveruna. Hún
átti vald á öllum matnum — allri mjólkinni og öllu sykr-
inu. Og hún bragðaði aldrei á neinu öðru vísi en aðrir.
Eg skildi ekkert i þeirri sjálfsafneitun. Mér fanst hún
meira en mannleg. Eitthvað í ætt við englana. Grímur
hafði einu sinni sagt mér, að þeir borðuðu alls ekkert.
— Ekki kríuegg? sagði eg.
— Nei, sagði Grímur.
— Drekka þeir þá ekki mjólk? spurði eg.