Skírnir - 01.04.1908, Blaðsíða 17
Marjas
113
Hann sagði mér frá huldufólki. Það ætti heima í
hólum og klettum, og væri stundum sýnilegt, en oftast ó-
sýnilegt. Eg spurði, hvort það væri til enn. Mikil lifandi
ósköp — já, eg held nú það! Það var fult af þeim í
Lönguþiljum, klettabeltinu rétt fyrir ofan bæinn hjá okkur.
Hvort eg vissi ekki, að klettabeltið bæri nafn af því, að
það væri í raun og veru ekki annað en bæjarþil huldu-
fólksins, þó að okkur sýndist það vera klettar. Nei, eg
vissi það ekki. Hafði hann séð huldufólkið sjálfur? Nei,
amma hans hafði séð það. Eg sá, að það tók af öll tví-
mæli.
0g hann sagði mér frá verum dáinna manna, sem
hétu vofur. Þær væru ekki góðar. Þær kæmust til manna
að lokuðum dyrum, inn um heila veggi. Þær mættu mönn-
um stundum í bæjargöngum í myrkrinu og görguðu fram-
an í þá óvörum, eða tækju utan um þá. Þær gætu
lagst ofan á menn. Og þær gætu tekið þá í háa loft.
Og þær gætu gert alt við menn i myrkrinu. Ýskrandi,
sælukendur ótta-hrollur fór um herðarnar á mér og ofan
eftir bakinu við allan þennan dularfulla fróðleik.
Grímur var óviðjafnanlegur. Hann vissi alt. Svo
mikið vissi Jónas ekki. Hann var sveitarbam og hafði
alist upp hjá fósturforeldrum mínum. Eg vissi, að hann
var lítt hneigður til bóka, og fóstra mínum hafði veitt
örðugt að kenna honum að skrifa. Hann var 10 árum
eldri en eg.
Einu sinni hafði eg miklar áhyggjur út af afmælinu
mínu — þegar eg væri orðinn stór — að eg mundi aldrei
geta vitað, hvenær það væri. Eg mundi neyðast til að
leita til konunnar minnar um það. Og það fanst mér ó-
virðing. Eg færði þetta einu sinni í tal við Jónas, hvort
hann sæi nokkurn veg þess að vita þetta. Hann setti reynd-
ar fyrst á sig spekingssvip. En þegar eg fór að ganga á
hann um þetta, þá fann eg, að hann sá ekki neinn veg.
Jú, ef farið var eftir vikum og vikudögum. Enginn vandi
að vita um fyrstu viku sumars og telja þaðan. — En hvernig
átti þá að finna sumardaginn fyrsta? — Það heyrði mað-
8