Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 20

Skírnir - 01.04.1908, Side 20
116 Marjas Eg vaknaði fyrir allar aldir morguninn eftir og klæddi mig. Eg fylgdist á leið með Grími, þegar hann var að fara í beitarhúsin. Dagur var ekki runninn. Tunglið var ekki gengið undir. Ileiðríkjan hvelfdist yfir okkur, tær og blá, í logninu. Hjarn var yíir öllu. Mér fanst eg verða léttur eins og fugl, þegar eg kom út. Eg skildi ekkert í því, að Grimur skyldi ekki hlaupa. Eg þröngv- aði sjálfum mér til þess að fara ekki harðara en hann. — Eg ætlaði að segja þér leyndarmál, sagði eg. Eg hafði hjartslátt. Hann spurði mig, hvað eg bæri fyrir brjósti. Eg sagi honum, að eg hefði gert vísur. Hann varð góðlátlega forvitinn, og vildi fá að heyra þær. Eg þuldi þær, hratt, eins og eg ætti lifið að levsa Og eg fann, að eg var rauður sem blóð. — Hefirðu gert þær einn? sagði Grímur — Já, sagði eg. Og nú fór eg að verða djarfari. — Eg hélt ekki, að þú gætir þetta, sagði Grímur. Eg var sæll eins og kappi, sem veit, að hann getur unnið allan heiminn. — Þú ættir að yrkja rímur, sagði Grímur. Eg fann, að það var hámark andlegra afreksverka, ef mér tækist það. — Og þú ættir að koma Jónasi inn í þær, sagði Grímur. Mér var ekki ljóst, hvernig það gæti orðið. — Mér finst, að rímurnar ættu að vera um afreks- menn og bardaga, sagði eg. Grímur félst á það. — En þú getur haft í þeim einhvern slána, sem er að eltast við að ná í fallega stúlku, og tekst það ekki. Og hann geturðu hugsað þér vera Jónas. Eg kann að geta hjálpað þér eitthvað, skotið inn vísuorði og vísuorði, þegar þú ert í vandræðum, ef þú hefir það svona. Daginn áður hafði háðið í Jónasi verið svo napurt, að eg hafði farið að skæla undan honum. Þetta var hon- um alveg mátulegt.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.