Skírnir - 01.04.1908, Page 25
Marjas.
121.
eg' henni inn í hlöðuna til Jónasar, og hljóp heim sva
sem fætur toguðn.
Eg sá, að eg liafði verið gintur sem þurs, og að Jón-
as mundi verða fjandmaður minn alla okkar æfi. Það'
gerði nú minst til. Því að Jónas var helmingi meiri
fantur en Ulfur óþveginn. Að svíkja mig svona, eins
vel og eg hafði trúað honum! Það hefði Ulfur óþveginn
aldrei gert. Og eg bjóst við einhverjum afarillum eftir-
köstum — þeim mun ískyggilegri, sem eg vissi ekki, hver
þau mundu verða.
Grímur kom heim af beitarhúsunum um kvöldið, eins
og hann var vanur. En eg þorði ekki að bera vandkvæði
mín upp við hann. Eg gekk að því vísu, að hann mundi
ekki gera annað en sneypa mig fyrir að hafa hugsað til
að eiga nokkur vináttumál við Jónas. Eg vissi ekki,
hvað eg átti af mér að gera. Tilveran var fram úr öllu.
lagi skuggaleg.
— Viltu ekki tæja fyrir mig ullarlagð, í stað þess að-
híma svona eins og hengimæna? sagði fóstri minn. Hann<
sat á rúminu sínu og var að kemba fyrir fóstru mína.
Hún sat á stól hjá rúminu við rokkinn sinn. Grímur
var farinn að flétta reipi í hinum baðstofuendanum.
Eg settist niður lijá honum og fór að tæja. Eg vildi
eg væri dauður, sagði eg við sjálfan mig. Allir þögðu.
Rokkhljóðið og marrið í kömbunum var í eyrum mínum
eins og þytur af einhverju vonzku-veði'i.
Og óveðrið skall á, þegar þau Manga og Jónas komu.
inn úr fjósinu.
Manga var heldur gustmikil. Hún sneri sér tafarlaust
að Grími.
— Þakka þér fyrir, Grímur minn, sagði hún með-
kuldalegri bliðu í rómnum.
— Fyrir hvað? sagði Grimur. Hann átti sér einskis-
ills von
— Þú veizt það auðvitað ekki! Nei, hvað ætli þút
vitir það! sagði Manga. Hún teygði háðslega úr hverju,
orði. Og eg sá, að hún var bólgin af vonzku.