Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 26

Skírnir - 01.04.1908, Side 26
122 Nei, Grímur vissi ekkert. Óróleikurinn var auðsær á augnaráðinu. — Þú veizt það auðvitað ekki, að þú hefir verið að hjálpa þokkapiltinum þarna til þess að koma saman níði um mig. Allir litu á mig. Mér fanst augnaráðið eins og skriða, Æem væri á leiðinni ofan yfir mig. Grímur skildi ekkert enn. — Eg hefi ekki hugmynd um, við hva„ð þú átt, sagði hann. — Nei, náttúrlega ert þú hátt upp yfir það hafinn, að hafa hugmynd um skessur . . . eins og mig! Þá fór hún að gráta. — Það getur verið, að eg hafi átt það skilið af öll- um öðrum. En eg veit, að eg átti það ekki skilið af þ é r, sagði hún með gráthljóðið í kverkunum. Eg hélt áfram að tæja. En eg var svo lamaður, að eg vissi varla, hvað eg var að gera. Grímur laut að mér. — Svo þú ert þá svona, hvíslaði hann að mér. Eg vildi, að eg hefði aldrei séð þig. Eg vildi, að þú yrðir aldrei fyrir öðru en svívirðing alla þína æfi. Mér fanst eg kikna allur við, eins og eitthvert heljar- bjarg væri lagt á bakið á mér. — Hvað er eiginlega um að vera? sagði fóstri minn og lagði frá sér kambana. — Ekki annað en það, sagði Manga, að hann fóstur- sonur ykkar hefir verið að skemta sér við það að yrkja svívirðilegasta níð um okkur Jónas. — Barnið ? sagði fóstra mín. — O-já, hann er nú svona barnslega saklaus! sagði Manga; það er ekki furða, að þú hafir dálæti á honum. Og Grímur var svo greiðvikinn að hjálpa honum til þess. — Það er ljótt að gera þetta, Nonni minn, sagði fóstra mín. Hún sagði þetta stillilega. En nú var byrðin að verða of þung. Og mér fór að vökna um augu. — Og eg ætla að segja ykkur það, hjónunum, sagði Manga, að verði ekki Nonni hýddur nú, þá verð eg hér

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.