Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 28

Skírnir - 01.04.1908, Page 28
124 Marjas. — Það jafnar sig alt, sagði fóstra mín. Biddu guð að hjálpa þér til að vera æfinlega góður. Eg ætla að biðja hann um það líka . . . Góða nótt, Nonni minn. Hún tók höndunum utan um báðar kinnar mínar og kysti mig . . . Og eg fann frið ástríkisins vefjast utan um sál mína. Fóstra mín lifði mörg ár. eftir þetta. Og einu sinni áttum við svipað tal saman, þegar er var orðinn fulltíða maður. Hún var þá vitaskuld ekki dómarinn lengur. En hún var vinur og ráðgjafi. Traust mitt á mönnunum var hoi’fið. Og traust mann- anna á mér var horfið. Og gleðin var horfin úr hugan- um. Og sál min skalf í næðingnum. Og dimmir og dapr- ir skuggar sóttu að henni. Fóstra mín brosti. Og hún minti mig á söguna, sem eg hefi sagt hér á undan. — Ertu raunamæddari nú en þú varst þá? spurði hún. — Eg veit ekki, sagði eg. En eg veit, að nú er eg ekki lengur barn. Og eg veit, að þetta, sem nú er um að tefia, er einn af hryllilegustu veruleikum lífsins, og ekki hégómi, eins og þá. — Af hverju veiztu það? sagði fóstra mín. Eg þagði, til þess að átta mig á svarinu. En eg svaraði aldrei neinu. Og fóstra min mælti enn fremur: — Ef við komumst einhvern tímann svo langt að sjá það, að allar okkar áhyggjur og sorgir og móðganir og reiði, og alt þetta, sem þjáir þig nú, er ekki annað en barnslegur hégómi, ekki annað en skuggar af hrófatildri heimskunnar — skuggar, setn verða að engu, þegar hrófa- tildrið hrynur — þá sjáutn við líka, að við höfum verið börn — alveg eins og þú sér nú, að þú varst barn, þegar marjasinn olli öldugangi í sál þinni. — En ef við komumst aldrei svo langt? sagði eg. — Þá er það af því, að við sloknutn út af. Og þá er a 11 hégómi, sagði fóstra mín. Einar Hjörleifsson,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.