Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 37

Skírnir - 01.04.1908, Page 37
Peningaverðið á íslandi. 133 30 kr. 1830=40 kr. 1850, verðlækkun peninga 33°/o 30 — 1830=67 — 1900, — — 123% 30 — 1830=77 — 1907, — — 156% Verðlækkunin er þá öllu meiri en eftir meðalverði allra meðalverða, og- síðari hlutföllin munu sýna réttilegar pen- ingaverðið á móti innlendri vöru en hin fyrri, því t. d. hespugarn, skinnategundir og jafnvel lýsi eru vörur, sem gilda jafnt til að finna út meðalverð allra meðalverða, sem kýr, ær, gemlingar, hestar, ull og aðalvörurnai’, sem taldar eru, en í ö 11 u m k a u p u m og sölum, sem ger- ast um iandið, vega þær lítið, því að lítið er selt af þeim. Aður en þessutn atriðum er slept að sinni, mætti benda á það, að tólg er eina landvaran, sem hefir staðið í stað um 77 ár; það er auðvitað sama sem, að tólg móti peningum hefir lækkað í verði um 140—156%. Verka- laun (eitt dagsverk um sláttinn) hafa hækkað um 140%, sem svarar nokkurn veginn því sem peningar hafa fallið í verði eftir meðalverði allra meðalverða á landvöru. Ef ungur maður hefði viljað reisa bú 1830, og ætlað að kaupa til búsins 5 kýr, 100 ær, 100 gemlinga og 10 hross, þá hefði hann orðið að greiða fyrir það 1200 kr. Ef sonarsonur hans hefði viljað reisa bú 1900 með alveg sama skepnufjölda og borga það alt í peningum, þá hefði hann orðið að greiða fyrir skepnurnar 2949 kr. eða hér um bil 3000 kr. Ef þessi sonarsonur mannsins, sem fór að búa 1830, hefði dregið það til 1907, hefði hann orðið að greiða fyrir sama skepnufjöldann 3661 kr., eða þrefalt krónutalið, sem afi hans varð að láta af hendi. IV. Peningar gagnvart helztu nauðsynja- og munaðarvörum. Frá 1850 til 1907 hefir innlend vara, sú sem áður var talin, hækkað tvöfalt á móti peningum. Það er sama sem, að 1907 þurfi 2 kr. til þess að kaupa það, sem mátti fá fyrir 1 kr. fyrir 57 árum. En mikið vantar til þess, að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.