Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 40

Skírnir - 01.04.1908, Page 40
136 Peningaverðið á íslandi. undum slept hér. Fullorðni maðurinn, sem hér er rætt um, eyðir tóbaki og brennivíni fyrir fjóra menn; konur,. sem eru helmingur allra landsmanna, neyta hvorugs, og drengir á unga aldri heldur ekki. Annars er ekki neitt sérlegt undir því komið, hve mikils hann er látinn neyta á árinu; hlutfallið á vöruverðinu er hið sama, hvort sem það er margfaldað með tíu eða hundrað, sé verðið rétt öll árin. Það skal fúslega játað, að jafnframt því sem töluvert vel er lagt í fæðið. þá er mjög lítilfjörlega lagt í fatnaðinn. Skófatnaður t. d. er ekki nefndur á nafn, því eg þorði ekki að hætta mér út í að verðsetja skófatnað- inn 1849 móti þeim sem nú er, aðallega af því, að eg veit ekkert hve marga íslenzka skó ætti að leggja á móti einum útlendum skóm, sera nú tíðkast nær eingöngu í kauptúuum. Niðurstaðan af þessu er sú, að peningar hafa fallið í verði frá 1850 til 1901 um 64°/0 frá 1850 til 1907 um 105% frá 1901 til 1907 um 25% Það er með öðrum orðum að fyrir það sem voru 100 kr. i peningum 1850 verður að gefa 164 kr. í pen. 1901 100 — í — 1850 — - — 205 — í — 1907 og að fyrir það sem voru 100 kr. í peningum 1901 verður að gefa 125 kr. í pen. 1907. V. Niðurlagsatriði. 1848 fundust gullnámur í Kaliforníu, sem feldu pen- inga í verði um allan heim smátt og smátt. Verðbreyt- ingin er ekki komin til Danmerkur 1849; hennar fer að kenna 1850 og næstu árin þar á eftir. Jafnframt, en meira síðar, var framleitt svo mikið af silfri, að þjóðirnar, sem liöfðu það fyrir peninga, sáu sitt óvænna, og breyttu peningunum í gullpeninga, áður en silfrið félli of mjög í

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.