Skírnir - 01.04.1908, Síða 48
144
Leo Tolstoj.
•ótrauða lærisveina og t'ylgifiska, en jafnfrarat ofstækisfulla
mótstöðumenn, og þykir það jafnan ótvírætt mikilmensku-
einkenni. Þeir eiga allir sammerkt að því er aivöru
snertir, djúpskvgni og ritsnild, en eru þó hins vegar gftgn-
ólikir í flestum greinum.
Tveir af höfundum þessum eru tiltölulega nýlátnir,
en hinn þriðji — Tolstoj — er enn á lífi og starfar af fullu
fjöri og eldlegum áhuga, þótt áttræður sé að kalla. Hann
er og óefað sá maðurinn þeirra þriggja, er valda þykir mest-
um táknum og stórmerkjum, og ber margt til þess og þó
einkum tvent. Hann hefir nú um langt skeið beitt allri
sinni andlegu atorku til að ráða. fram úr gátum tilverunn-
ar, leysa úr spurningunni mikíu, sem varðar alla jafnt:
Hver er tilgangur lífsins? Og eftir að hann er kominn
að fastri niðurstöðu í þessu efni, gjörbreytir hann lífsstefnu
sinni á t'ullorðins aldri og leitast við í fullri alvöru að
haga lifi sínu eftir kenningum sínum, varpar frá sér auð-
legð, metorðum og tign og lifir við meinlæti og sjálfsaf-
neitun. Þess vegna eru orð hans ekki eins og »hljómandi
málmur eða hvellandi bjalla«. Hann kennir »eins og sá
sem vald hefir,« talar hvorttveggja 1 senn af hinni dýpstu
alvöru og hinni frábærustu snild, enda leggja miljónir
manna hlustirnar við er hann hefur upp raust sína*)
I.
Leo Tolstoj greifi er fæddur 28. ágúst 1828 (gl. stíl)
úti á landsbygðinni í nánd við borgina Tula i Rússlandi.
Hann er af ríku tignarfólki kominn, en misti foreldra sína
á ungum aldri. Sjálfur hefir hann ritað bók um bernsku
sína og æsku, og það af hinni mestu snild, en rúmsins
vegna leiðum vér hjá oss að skýra nokkuð frekar frá upp-
vaxtarárum hans. Skal þess aðeins getið, að piltungur
flöf. styðst að mestu við fylgirit „Review of Eeviews11 1906: „ T h e
parables of a prophet, tales and talks of Tolstoy,11 en með-
fram við ýmsar heimildir aðrar.