Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1908, Side 50

Skírnir - 01.04.1908, Side 50
146 Leo Tolstoj yfir liðinu öllu, og komst Tolstoj brátt í foringjasveitina undir handarjaðri hans. Getum vér þessa mest fyrir þá sök, að hann átti hér kost á að sjá og kynnast ófriðnuni augliti til auglitis og öllum þeim ógnum og hryðjuverkum, er honum voru samfara. Hann mátti því af eigin reynslu mæla um þetta síðar meir, er hann tók að berjast á móti hernaði og blóðsúthellingum. Að afloknum ófriðnum gekk Tolstoj úr herþjónustu og settist að í Pétursborg. Hann var eins og geta má nærri boðinn og velkominn í hóp hinna ríkustu og tignustu manna, því hann var eigi að eins auðugur og tiginborinn sjálfur og þar á ofan nýkominn frá hinni drengilegu og harðsnúnu vörn, sem víðfræg er orðin um heim allan, heldur var hann einnig þá þegar alkunnur fyrir ritsmíðar sínar. Einkum þóttu sögur hans úr ófriðnum á sér bera ótvíræð snildarmerki. Hann átti það þrent í fórum sínum, sem einna mest þykir um vert í þessu lífi: orðstír, vinsældir og auðæfi, en alt um það var honum einhvern veginn ekki rótt. I fyrstu leizt honum þetta að vísu einkar lofsælt og glæsilegt, en hann var að eðlisfari óvenju hreinskilinn maður og alvöru- gefinn. Hann fór að ieitast við að gera sjálfum sér grein fyrir, hvers vegna svo mikið væri látið af skáldritum þeimr er bæði hann og aðrir rithöfundar gæfu út. »Séu rit okk- ar«, sagði hann með sjálfum sér, »eins tilkomumikil í raun réttri eins og orð er á gert, þá hlýtur það að liggja í því,. að við segjum eitthvað það í ritum þessum, er heiminum. ríður stórmikið á að fá vitneskju um. Hvað er það þá, sem við kennum? Hvert er þetta mikla fagnaðarerindi?« Því lengur sem hann velti þessu fyrir sér, þess ljós- ara varð honum, að rithöfundarnir og skáldin og lista- mennirnir vissu reyndar ekki sjálfir hvað þeir vildu, að þeir höfðu ekkert fagnaðarerindi á boðstólum, en létu sér oft nægja með listhæfan búning, orðfæri og kveðanda í efnis stað. Því sem annar sagði, mótmælti hinn, og ann- ar lastaði það sem hinn lofaði. Og í lífi sjálfra þeirra.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.