Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1908, Page 54

Skírnir - 01.04.1908, Page 54
150 Leo Tolstoj. renna. Og hvers virði er orðstírinn þegar maðurinn er sjálfur kominn í gröfina? Nei, orðstírinn ræður eigi fram úr rúnum lífsins. Hann glímdi án afláts við þessa dulargátu, en var lengi vel jafn nær. Þegar hann velti fyrir sér hugsun- inni um krankleik, örbyrgð og dauða, þá virtist honum lífið vera þung byrði, sem æskilegt væri að losna við sem fyrst. Hann þóttist geta tekið undir með prédikaranum og sagt: »Alt er hégómi! Hvaða ábata hefir maðurinn á allri sinni fyrirhöfn, sem hann þjáir sig með undir sólunni? Eg sá öll þau verk sem gjörð eru undir sólunni og sjá! Það var alt hégómi og skapraunir!« — Hver af oss fær óskum sínum fullnægt, eða er sæll, þótt hann fái það? Var lífið ekki í raun réttri eins og nokkurs konar hrikaleikur, sem oss er teflt út í af einhverju fítonsafli, án þess að vér fáum sjálfir nokkuru ráðið? Og var þá ekki sjálfsmorð einasta athvarfið og úrlausnin? Um eitt skeið var honum ríkt í huga að fyrirfara sér, en það fórst þó jafnan fyrir, án þess að hann gæti gert sér grein fyrir ástæðunni. Honum var eins og aftrað frá því af einhverju ósýnilegu afli. Að lokum hugkvæmdist honum að leita skýringar og úrlausnar hjá þeim, sem vitrastir og fróðastir eru haldnir, hjá spekingunum og hinum skriftlærðu. Hann sneri sér þá fyrst til vísindamannanna, en græddi býsna lítið á því. Þeir bentu honum að eins á »framþróunarlögmálið«. Tolstoj vildi fá að vita hver væri tilgangur lífsins, en þeir svöruðu út í hött og fóru að rausa um »uppruna« lífsins. Svipað varð uppi á teningn- um, er hann sneri sér til prestanna. Hann komst brátt að raun um, að þeir höfðu ekki einu sinni óbundnar hendur til að leita sannleikans, þótt þeir vildu. I sum- um greinum fylgdu þeir meira að segja fram skoðunum, sem honum virtust í meira lagi hvimleiðar. Þeir töldu t. d. hernað réttmætan, en hernað og blóðsúthellingar

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.