Skírnir - 01.04.1908, Side 55
Leo Tolstoj.
151
hataði Tolstoj af hjartans insta grunni. Hjá þeim var því
■engrar hjálpar að vænta.
Honum þótti nú einsætt, að úrlausnina væri eigi að
fá í fræðikerfum eða vísindaritum mannanna. En hver
veit nema hann kynni að finna hana í verkum þeirra?
Hann tók nú að líta í kring um sig og urðu þá fyrst
fyrir honum stéttarbræður hans, auðmennirnir rússnesku.
Hann þóttist mega greina þá í þrjá flokka.
í fyrsta flokki voru þeir, sem lifðu blátt áfram eins
og skynlausar skepnur án þess að gera sér nokkura minstu
grein fyrir lífinu eða tilgangi þess. A þeim var bersýni-
lega ekkert mark takandi.
Þá var önnur tegund manna, sem að vísu hafði ein-
hverja nasasjón af æðri og háleitari hugsjónum og alvöru
lífsins, en þeir voru þá aftur á móti svo soknir niður í
ritstörf og stjórnarstörf og búksorg, að þeir gáfu sér ekki
tóm til að sinna slíkum alvörumálum. Þeir voru svo
soknir niður í áhyggjur lífsins, að þeir hirtu ekki
að gera sér grein fyrir tilgangi þess, eða tóku
gildar skoðanir annarra í þeim efnum: einhvers kirkju-
félags, eða páfa, eða rits, eða blaðs, eða keisara, eða ráð-
herra.
Að lokum urðu fyrir honum sælkerarnir og hóglífis-
mennirnir, menn, sem fundu til þess að líf þeirra var
snautt og tilgangslaust, en sögðu sem svo: »Látum oss
eta og drekka, því á morgun deyjum vér!« Þessir menn
voru fyrirlitlegir í augum hans.
Eftir alla þessa leit þótti Tolstoj sem hann gæti aftur
tekið undir með prédikaranum og sagt: »Þá eg lagði hug
á að skilja speki og vísindi, heimsku og vitleysu, varð eg
var við, að einnig þetta er skapraun. Því þar sem vizka
er, þar er og mikil gremja, og sá, sem eykur sína þekk-
ingu, sá eykur og sínar raunir«.
Og hann tók enn á ný að örvænta og hugði á sjálfs-
morð.
Þá rankaði hann við því, að enn var eftir ein stétt
manna, er hann hafði eigi leitað til, en það var bænda-